- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tjugosjätte Bandet. Ny följd. Tjugoandra Bandet. 1910 /
208

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

208 Jón Jónsson: Um þátt Sigurdar slefu.
hersis vid Sigurd konung slefu og vig þeirra beggja hafi
haldist lengi í munnmælum á Islandi hjå nidjum Klypps, og
ýmislegt bendir til þess, eins og nú var á vikid, ad efnid
í þætti Sigurdar slefu sé slik munnmælasaga, sem geymt
haíi ýms sannsöguleg atvik (åsamt visu og ættartölubroti),
en atburdirnir annars ruglast i medferdinni, og tekid ýmsum
stakkaskiftum med tímalengdinni. Lýsir þad sér medal ann-
ars i því, ad Klyppr er látinn vega konung á þingi, en
eldri sögurnar geta um atför bænda á þingi ad þeim brædr-
um tveimur (Haraldi og Sigurdi), og komust þeir þá undan *).
J>ar sem þátturinn lætur Klypp veita konungi bana med
öxi, en adrar sögur med sverdi, er þad líklega íslenzk til-
breyting, eins og Boer hyggur (113. bis.) En einkum eru
eftirtektaverdar missagnirnar um banamann Klypps, sem
eldri sögur nefna Erling gamla, en þátturinn Ögmund Hörfta-
Kárason, og s. hr.” Hróald Ögmundarson, Hörda-Kára-
sonar. ”Erlingr gamli” er ad visu ókunnur, en gat vel verid
kalladur gamli til ad skilja svo nöfn med þeim Erlingi
Skjålgssyni, er var sidar uppi, og hafi arfsögnin talid hann
frænda Klypps (sem ljóst er um Ögmund af þættinum og
”J. s. hr.” telur Hróald med berum ordum), þá verdur þad
skiljanlegt, sem stendur i pættinum um brennu Ögmundar
Hörda-Kárasonar, því ad sú missögn gæti stafad frá brennu
fórólfs skjálg8 Ögmundarsonar (Hörda-Kárasonar sjá Fms. I.
288— 293), födur Erlings Skjálgssonar a). J>ad mun hafa
vakad fyrir sagnamönnum, ad einn af nánustu nidjum
*) J>ó lætur ”Hist. Horv." Sigurd falla á þinginu fyrir Vémundi völu-
brjót og Vorsum, en þar er frásögnin vist eitthvad aílögud (Sigurdi ruglad
saman vid (Gunnröd = ) Gudröd bródur hans, sem lifdi lengst þeirra brædra,
en fell loks fyrir atgöngu bænda, Hkr. 197. bis., 01. s- Tr. 94. k.).
*) Frásögnin i ”f>. s. hr.” um vig Sigurdar slefu og Klypps virdist
vera runnin af sömu rótum og þátturinn, eins og Boer tekur fram (117. bis.),
en þó eigi beint frá sögu Snorra (i "Hkr.”), því ad "f>. s. hr.” kaliar Ólofu
”dóttur Skeggja å Yrjum", en eigi systur hans, eins og Snorri telur. (Brot
þad af ”Ç. s. hr.”, er stafar frá Vatnshyrnu", kallar Ólofu Ásbjarnar-dóttur
eins og Snorri, en getur eigi Yrja-Skeggja).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:25:47 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1910/0216.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free