- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tjugosjätte Bandet. Ny följd. Tjugoandra Bandet. 1910 /
373

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jón Jónsson: Merki ”Loctbrókarsona”. 373
Kahle ætlar, ad enskir menn muni hafa gjört ”landeye” ur
”landeyda” sökum hljódlíkingarinnar — eyfra hafi ordid ad
eye og merkingin breytst eftir því — og hafi svo enn frem-
ur hrafnsmerki Sigurdar Orkneyjajarls (f 1014), sem getid
er um i Flat. I 226, Njålu (157 k.) og forstems s. Sidu-
Hallssonar (2 k.), runnid saman vid hrafnsmerki nafna hans
og ”Landeydu” Haralds, med því ad þad er vist, ad Sigurdr
jarl hinn digri í Orkneyjum hefir i munnmælum ruglast
saman vid nafna sinn á Nordimbralandi, eins og Olrik hefir
lika veitt eftirtekt. En þess er enn ad gæta, ad á Englandi
hafa munnmæli gengid um hrafnsmerki, sem ”Lodbrókar-
synir” hafi ått, og er sagt, ad þrjár dætur ”Lodbrókar”, systur
Ingvars og Ubba, hafi saumad þad, en Danir mist þad i
oru8tunni vid Cynwit (sunnanvert á Englandi), þar sem Ubbi
fell (878, sjá Storm: Kritiske Bidrag I. 71. og 80. bis.).
”Lodbrókarsynir” eru þá hinir fyrstu vikingar fyrir vestan
haf, er þad er fært í frásögur um, ad þeir hafi haft hrafns-
merki i orustu, og þar sem saga þeirra er mjög tengd vid
Jórvík, þá rædur ad likindum, ad merki þeirra hafi ordid
minnisstætt fólki um þær slódir, og saga þess runnid saman
vid minningarnar um merki þeirra Sigurdar jarls og Haralds
hardråda *). ”Landeydunni” er hvergi lyst, svo ad þad er
óvíst, hvort hrafn hefir verid markadur á hana eda e ig i2),
en med því ad henni hefir verid blandad saman vid hrafns-
merki Sigurdar jarls, þá hefir þad ordid til þess, ad heitin
”hrafn” og ”landeyda” tengdust saman i munnmælum, og
jafnframt hefir sú skodun komid upp á Englandi, ad ordid
sonur Gudina, en hins vegar gjöra sögur vorar Valþjóf jarl Sigurdarson ad
bródur Tósta, og virdist frásögnin um dráp Tósta i sögu Sigurdar jarls stafa
bædi fr& dråpi Eadwulfs og dr&pi Valþjófs, eins og £ahle hefir tekid fram.
*) Olrik tekur þad fram, ad saga Sigurdar jarls sverji sig i ætt vid
sogu "Kagnars lodbrókar”, og þad sé fyrsta afrek beggja, ad vinna orm eda
dreka (207. og 212. bis.).
- *) 5 ad er sagt, ad Ólafr konungur helgi, hálfbródir Haralds, hafi haft
orm (dreka?) i merki sinu, en merki Haralds hefir ef til vill verid gjört i
likingu gunnfåna i Gardariki eda Miklagardi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:25:47 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1910/0381.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free