- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Tjugosjunde Bandet. Ny följd. Tjugotredje Bandet. 1911 /
193

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jón Jónsson: Um þátt Sigurctar slefa II. 193
am, en hljóta aldurtila af voldum konungs sins út af kvenna-
málum. En þess eru mörg dæmi, ad lítid tilefni þarf til
þess, ad mönnum sé slengt saman í munnmælum, stundum
varia annad en þad, ad þeir heiti sama nafni, eda beri
sama vidurnefni*).
Engin líkindi sé eg til þess, ad höfundur þáttarins hafi
þekt ”Hist. Norw.” 2) (enda ólíklegt, ad þad rit hafi nokk-
urn tíma borist til Islands), og þad er eigi beldur líklegt,
ad bann bafi haft fyrir sér ”Ágrip”, þar sem hann nefnir
banamann Klypps alt ödm nafni, sem virdist eigi tekid af
handahófi, enda þarf bann eigi ad hafa sótt nöfnin í bækur.
R C. B. var ádur eigi fjarri því ad halda, ad hér væri um
munnlegar missagnir ad ræda, en nú heldur hann, ad þad,
sem þátturinn segir um þetta efni annad en eldri sögur, sé
tómur tilbúningur höfundarins. |>ad er eins og sumir frædi-
menn haldi, ad engar arfsagnir hafi getad haldist vid á
Islandi, eftir ad búid var ad rita (elztu eda helztu?) sögur-
nar. En Island er stórt og strjålbygt, og bækur voru eigi
á hverju strái né i allra höndum, en sögur af ýmsum forn-
mönnum lifdu lengi í ættum þeim, er frá þeim voru komnar,
og ættrækni var samvaxin öllu þjódlífi og félagsskipun ís-
lendinga í fornöld 3). Jess eru dæmi, ad sögur af mönnum,
er uppi voru á 10. öld, hafa geymst 1 minni manna kynslód
eftir kynslód, og verid loks skråsettar nålægt 1300, stundum
langt frá átthögum þeirra, svo sem Håvards saga ísfirdings4),
og hafa þá verid ordnar mjög úr lagi færdar med tlma-
lengdinni, en þá eigi leidréttar eftir Landnámabók eda
’) Minnast má þess, ad "Hist. Norw.” slen^ir Ástridi (ödru nafni Mar-
grétu) systur Olafs konungs sænska saman vid Astrídi dóttur hans, er Olafr
helgi åtti.
2) B. Ci B. gengur ad því visu, þvert á móti skodun annara frædi’
manna (F. J.: Lit. hist. II 607—9), ad "Hist. Norw." sé eldri en "Ágrip”, en
væri svo, þá hefdi höfundur "Ágrips" leidrétt fråsögn ”Hist. Norw." um vig
Sigurdar slefu.
3) Sbr. Björn M. Ólsen: Skirnir 1910, 8—9 bis.
*) F. J.: Lit. hist. II. 752-54.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:26:04 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1911/0199.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free