- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Trettiotredje Bandet. Ny Följd. Tjugonionde Bandet. 1917 /
14

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Björn M. Ólsen, Um nokkra staði í Svipdagsmálum - II. Fjǫlsvinnsmál

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

14 Björn M. Olsen: Svipdagsmál.

Jeg þori ekki að breita 5. vísuorði (es þeir varða), og
virðist þó tilvísunarfornafninn (es) vera þar algjörlega of-
aukið. Enn slíkt kemur víðar firir, t. d. í Fjǫlsvinnsmálum
sjálfum 502 (sbr. athugasemd Bugge’s við Hávam. 942).

24. erindi:

Hanaheitið Viðófnir virðist geta verið gamalt. Það
stendur lika í Þulum (SnE. II 488. og 572. bis.), og er
engin ástæða til að ætla, að höf. Fjǫlsvinnsmála hafi búið
til þetta nafn, og að það sje þaðan komið inn í Þulur.
Það mun ekki standa í neinu sambandi við ormsheitið ofnir
(ófnir?), heldur higg jeg, að hin upphaflega mind heitisins
sje við-þófnir, samsett af viðr, trje, og -þófnir af þóf, neutr. [1],
og að haninn sje nefndur svo, af því að hann þæfir eða
treður undir fótum sjer trjestöngina, sem hann situr á. Menn
verða að muna eftir því, að til forna þæfðu menn voðir
undir fótum sjer, og það hefur verið siður hjer á Íslandi
alt fram á þennan dag (sbr. þíska orðið walken við enska
orðið walk).
Í 2. vísuorði er ”veþirglasi” í handritunum bersínileg
ritvilla firir veðrglasi. Síðari liður þessa orðs er víst ekki
annað enn lundarheitið Glasir. ”Sá er viðr fegrstr með
goðum ok mǫnnum
”, segir í Skáldskaparmálum (SnE. I 340.
bls.). Og alt orðið virðist vera nafn á þeim hluta Mima-
meiðs, sem upp úr jörðu stendur og veður og vindar leika
um. Vjer munum síðar sjá, að Aurglasir í 286 muni vera
nafn á þeim hluta meiðsins, sem í jörðu er fólginn, þ. e.
rótum hans. Jeg skoda Veðrglasi sem acc. [2], er stjórnast
af stendr. Með þessu sagnorði er acc. stundum hafdur til


[1] Um afleiðslu orða, sem enda á -nir sjá Torp í formála firir Hægstad og Torp, Gamalnorsk ordbok XXXVI. bls.
[2] Tvö handrit hafa -glasir, enn það kemur í sama stað niður, því að á þeim tima, sem handrit Fjǫlsvinnsmála eru skrifuð, er acc. nafnordanna á -ir fallinn saman við nominativus.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:27:10 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1917/0020.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free