- Project Runeberg -  Arkiv for/för nordisk filologi / Trettiotredje Bandet. Ny Följd. Tjugonionde Bandet. 1917 /
15

(1882) With: Gustav Storm, Axel Kock, Erik Brate, Sophus Bugge, Gustaf Cederschiöld, Hjalmar Falk, Finnur Jónsson, Kristian Kålund, Nils Linder, Adolf Noreen, Gustav Storm, Ludvig F. A. Wimmer, Theodor Wisén
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Björn M. Ólsen, Um nokkra staði í Svipdagsmálum - II. Fjǫlsvinnsmál

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Björn M. Ólsen: Svipdagsmál. 15

að tákna það, sem eitthvað stendur á, t. d. standa grunn
Grág. Sthb. bls. 5147, NgL. II 1474, standa jǫrð Mǫttuls s.,
Kbhavn 1878, bls. 2404 [1]. Nafnið Veðrglasir hefur höf.
auðsjáanlega búið til sjálfur, því að honum hafa ekki fundist
orðin en hann stendr Veðrglasi vera nógu ljós, og bætir
því við skíringunni: á meiðs kvistum Mima, til að sína, að
Veðrglasir tákni efri hluta meiðsins.
Í síðari vísuhelmingnum higg jeg að leiðrjettingarnar
pryngr og Sinmǫru hafi hitt á hið rjetta.
Í 5. vísuorði virdist øróf saman (í tveim ordum; svo í
C) liggja á bak við alla leshætti handritanna. Ørofsamr,
adj., hefur vist aldrei verið til; að minsta kosti kemur það
hvergi firir annars stadar. Hins vegar þekti höf. Svipdags-
mála øróf úr Vafþrúðnismálum (291 og 351), því að endur-
minningar úr því kvæði vaka oft firir honum.
Í 6. vísuorði filgi jeg þeim handritum, sem hafa Surtar.
Vísuhelmingurinn verður þá þannig:

einum ekka
þryngr hann øróf saman
Surtar Sinmǫru.

Það hefur staðið firir rjettum skilningi þessara orða,
að allir hafa tekid einum sem dat. sing masc. af einn. Jeg
þikist sannfærður um, að það er þágufall fleirtölu af einir,
masc., sem hjer stendur í merkingunni ’einiviðarhrísla’ höfð
til að flengja með. Til skamms tíma hafa börn hjer á
Íslandi verið flengd með einiviðarhríslum, og í Stjórn bls.
39612 er sagt, að Gideon hafi látið berja ǫldunga borgarin-
nar með klungrum ok þyrni ok inum snarpasta eyðimerkr
eini
. Það sem þíðandinn nefnir hjer klungr ok þyrni ok
eyðimerkr eini
nefnir Vulgata (Judices 8, 16) spinas deserti
ac tribulos
. Þad er auðsjeð, að þíðandinn bætir við eini-

[1] Sbr. Nygaard, Norr. Syntax § 88 anm. 5. Á líkan hátt er stíga haft med acc., t. d. í H. Hjǫrv. 256 hér sté hon land af legi (Nygaard, l. c., § 95).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:27:10 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/anf/1917/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free