- Project Runeberg -  Chicagó - för mín 1893 /
73

(1893) Author: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ld

félaga minn í vagninum, og á peim póttist jpg
sjá rissar framfarir, pótt hann sé og vorði
nokkuð einrænt skald, og andi kvæðanna ekki
hraustur eða kátur og kjarknrikill. pað geta
ekki allir verið jafn ungir eða glaðir og
gal-vaskir i lifsins striði og stórviðri. „Sá hlær
að örum, sem varð aldrci sár", segir Shakspeare.
En — pað var allt gott og blessað; skáldunum
er allt leyfilegt — nema að vera leirskáld!
Yið komum fyrst að peim bæ eða stöðvum,
sem Grafton heitir, og var dr. Halldórsson
ókominn. Gengum við félagar pvi til hótels
til snæðings. Mér þykir góður bjór í hitum,
eins og föður vorum Lúther, og bað um flösku.
J>ar kom pvert nei. Jeg spratt upp reiður og
spurði, hvi pað sætti. Mér var svarað, að þing
hins glænýja Norður-Dakóta ríkis hefði pau lög
út gefið, sem bönnuðu stranglega alla bjór- og
vínsölu par í landi. Er petta frelsi, offrelsi
eða ófrelsi? hugsaði jeg, en Einar, sem pekkti
betur mannlegan breyskleika í Ameriku, spyr
brosandi veitingasveininn: „Hvað hafið pið næst
eða líkast bjór á svona hóteli?" Maðurinn
leit á okkur ámátlegum augum, brosir svo og
spyr, hvort við séuin langt frammi nokkuð
skyldir leyni-lögreglunni. Einar bað manninn
hœtta allri hjátrú og hleypidómum og koma
strax fram með eitthvað forsvaranlegt, svo land
og lýður kafnaði ekki í ólögum. Hann fór og
kom aptur með nógan bjór handa premur!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 18:34:22 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/chicag1893/0079.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free