- Project Runeberg -  Chicagó - för mín 1893 /
104

(1893) Author: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

110

hvert mál sem pað er virt. Hið merkasta,
sem jeg nú skoðaði i L., var pjóðfræðisafnið
raikla í Brittish Museum. Hafði jeg aldrei
komið upp 1 hina víðu efri sali p’essarar
risa-vöxnu byggingar. f>ar er sü firn af gripum
allra pjóða eldriogyngri samankomin, að varla
endist einn maður til að skoða pau söfn öll.
Hafa enskir sjóforingjar ávallt síðan safnið var
byggt,* látið greipar sópa um ðll lðnd, og selt
síðnn eða gefið gripina pjóðstofnun pessari,
sem enskir menn eru mjög hreyknir af. A
egypzka safninu sá jeg Sesostris (Ramses 2.)
í kistu sinni; var karl að sjá sem hann hefði
sálast fyrir hálfura mánuði úr kvefi, en hann
hefir nú hvílt í kistunni rúm 5 pús. ár! J>ar
var og likkista Kleopötru drottningar úr
hvit-leitu, sköfnu tré og lik vöggu eða skríni í
lag-inu. J>ar uppi má sjá otiæti og sundurgerð
liinna fornu B.ómverja; listasraíði og
undra-hagleik Grikkja, hið stór-drembilega
Austur-lunda-skraut Assýra og Persa, og hið fáránlega
Austur-Asíu Völundarsmíði. Bóka- og
hand-ritasafn þessarar stofnunar er nú talið á 3.
millión — stærra en safuið í Louvre-höllinni
í Paris. Hver sem hefir séð British Museum

* Jaað var stofnað á síðari hluta 18. aldar, af
Jósef Banks, er fvrstur enskra höfðingja
heimsótti Island (1770-80), kynntist Ólafi
stiptamtm., og var landinu síðar til liðs og
hjálpar 1808. Var hann liið mesta stórmenni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 18:34:22 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/chicag1893/0110.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free