- Project Runeberg -  Chicagó - för mín 1893 /
143

(1893) Author: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

143

gangstettum nieð vatnsströndinni. Var hið
inn-dælasta útsýni að sjá út á pet.ta blásvala og
bjarta vatn, alsett hinum skrautlegu skipum
og ótölulegu lystibátum. þar skammt norður
með fjörunni, við einn enda
meginsýningarinn-ar lá brynskip ákaflega mikið. Höfðu meun
hlaðið pað upp úr botni úr grjóti, en lagað
fyrir ofan sjó sem væri vígbúið herskip og
sett pað allt fallbyssum. Kostaði pað
leik-fang 100 pús. dollara. En skammt par frá
lá Norðmanna Yíkingurinn. Yar hann að visu
lágur i lopti að sjá, en pó allra augna-yndi,
og var niiklu meir um hann og hans komu
talað en Edisons furðuverk, ekki að tala um
galeiður Spánverja, sem fáir litu á. ‡>ótti
lítilmannlegt, að pær voi-u hafðar í dragbandi
vestur yfir hafið.

Borð lå å sax drekans, og ekki auðvelt að
ganga út á hann. En par póttist jeg eiga
heiraa og mér allt sjálfboðið sem niðja Leifs
heppna, og stökk jeg óðara nm borð og mælti
til landa míns, er með mer var, að nú skyldum
við trúlega ryðja drekann! En viðurtakan varð
lítil, enda var ekki allskæð atlagan. Var par
,.kokkurinn" einn til varnar og buðum við
hon-ura pegar grið og heilsuðuin með handabandi.
Sýndi baun okkur alla skeiðina stafna milli.
Drekinn var rüm 70 fet á lengd, en örmjór,
opin um miðju og par tjaldað yfir; stafnar h4ir.
Heldur var par óristlegt, og sæpefur stækur.
Aðalprýðin voru skildir, sem klæddu borðin
langt upp fyrir hástokka, og pó einkum
höfuð-ið og sporðurinn, hvorttveggja al-gyllt. Er
engin furða pótt fornskáldunura væri títt að
kveða um slik skip og peirra ferðalag, og víst
hefir pað verið svipmikil sjón að sjá 100 dreka
leggja til hafnar eða lil atlögu í einu. Jeg
minntist vísu J>jóðölfs skálds:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 18:34:22 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/chicag1893/0149.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free