- Project Runeberg -  Chicagó - för mín 1893 /
145

(1893) Author: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

145

starsýnt á, pví öllum sýndist ijldungurinn
lif-andi. ‡>að er hið frægasta raálverk. þar voru
mjög skarpar myndir af köfuðskáldunum norsku,
B. Björnson og Ibsen. En — til hvers er að
telja upp og nefna myndir? Jeg hafði hugsað
mér að reyna til að semja litla sérstaka
rit-gjörð uni myndasýninguna frá Norðurlöndum,
en úr pvi gåt ekki orðið, sakir tímaleysisins.
Ó, pann auð og yndi, sem listin skapar! Ó,
pá örbirgð einnar pjóðar, ef hún engin
mál-verk á eða listamyndir! Listirnareruskærasti
spegill pjóðanna, hvað menning peirra snertir,
andlega atgjörfi og skapseinkunnir. Listirnar
og listaverkin eru aldini hins proskaða
pjóð-lífs og menningar. ]pá er pjóðin fyrst úr
hin-um ytri náttúrufjötrum komin; pá fyrst er hún
tekin að njóta lífsins og finna sælu
tilverunn-ar, iiennar samhljóðan og alfegurð; og pá fyrst
fer hún að skilja sjálí’a sig, sínar gáfur
og takmarkanir, sínar hugsjónir og kelztu
fyrirmyndir. En opt kemur eins og hviid eða
apturför eptir tímabil sérlegra lista í sögu
pjóðanna. Hið skapandi listalíf hefir og
optast komið á eptir stórtíðinda-stríð og
bar-áttu (sem hjá Forn-Grikkjum), sem fyrst hefir
vakið hina helgustu krapta: hugsjónalífið ;
ell-egar innan um slík umbrot og hreyfingar
(sem hjá Itölum og Hollendingum). J>að má
pó hugga oss Islendinga, að vér eigum pað,
sem gjörir pjóðirnar eins eða fremur ágætar,
og pað eru bókmenntir og skáldskapur.
Skáldskapurinn er pó og verður faðir og
móð-ír allra lista og allrar naenningar. Allt
er kalt, snautt og dautt, sem ekki lieyrir
Orfeus strengi.

jsá er að minnast á kvennahöllina hina
fögru og frægu. Kvennaskálar og
kvenna-dyngjur eru einnig neindar í sögum annara

10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Jul 3 19:40:36 2016 (aronsson) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/chicag1893/0151.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free