- Project Runeberg -  Chicagó - för mín 1893 /
147

(1893) Author: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

147

vef, perluböndum, gersemum, ábreiðum, glyti,
isaum, krosssaum, gullsaum (guðvef), ílúri,
llaueli og fiðrildasilki; ennfremur:
barnaklæðn-aður allskonar, reifar og rykkilín, ástahnútar
og tilhugalífs-tildur. A tvennt sérstakt verð
jeg að minnast: málverk Victoríu drottningar,
og gripasafnið írá voru landi, Islandi. Yictoría
sýnir par 2 hunda, tvœr myndir af’ skozku
bálöndunum, og einn flindúa Fyrir hverja
af 4 myndunum áleit jeg nœsta nóg að gefa
cina sjóvetlinga, en íyrir Hindúanu hálfu
minna. En fjarri sé mér að niðra liennar
keisaralegu bátign fyrir pað, pví hún hefir
auðsjáanlega klínt pessu saman að gamni sínu,
en hefir ærið nóg annað að stunda. Islenzku
munina sýndi frú Higríður Magnússon frá
Cambridge, og voru æði-fátæklegir; var það
ýmis-legur vefnaður, og ekki fyrirtaks-vandaður,
prjónuð föt, spjarir úr gamla kvennbúningnum,
ásamt fáeinum beltum, o. s. frv. Ekki sá jeg
þar nýja skautið né nokkuð af nýjum
band-brögðum. þetta var öll hluttaka íslands i
heimssýningunni, og kom frá konu á Englandi!

Frá lista- og kvenna- höllunum blasir við
eyjan og lögurinn hinn stœrri. Eyjan er
all-stór og liggur brú yfir á hana. Er hún öll
skógi vaxin og í eyði; var gestunum ætlað að
átta sig þar og draga andann i slcauti
óbreyttr-ar náttúru eptir allt uppnám mannlífsins par
umhverfis. jpaðan má bezt liorfa á bátana,
sem voru á ferð og íiugi innan um sýninguna.
Voru þeir tvennskonar: Feneyjabátar
(G-on-dólar), stafnliáir, mjóir og rennilegir; tveir
menn róa peim og standa báðir, annar aptur
í stafni, en hinn íram í. Jpessir róðrarsveinar
(Grondolier) voru og sjálíir frá Ítalíu; peir
voru hávaðamenn og sungu allvel. Frú Sharpe
kallaði á einn peirra, gaf honum skilding og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 18:34:22 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/chicag1893/0153.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free