- Project Runeberg -  Chicagó - för mín 1893 /
149

(1893) Author: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

us

fellið má ganga, og sýnist pá hvelfingin vera
himininn, en undir manni sézt fólkið vera að
ganga inn í fellið og út úr pvi. Eru göng í
gegnurn pað og innan í pvi hellir mikill með
krókum og ranghölum; er par allt lýst með
raveldi, og i miðju er hvolf mikið, og sem
glitrandi gimsteinadýrð allir klettarnir i kring.
jpar er svalt mjög eptir sólarbrunann úti.
Allur pessi hellir er eptirmynd
Krystalshell-isins fræga i Dakota. — Enn kemur (par nærri)
afar-mikil og merkileg höll. það er ferju- og
vagnaskálinn (Transportation Building) með
gullportið fagra, hið mesta Yölundarsmiði.
jaar inni er alsett af enda og á af vögnum
og kerrum, ýmist sýnishorn eða í heilu liki,
gullnir konungavagnar og vinnukerrur;
gufu-vagnar, hinir elztu og nýjustu og par í milli.
|>ar sá jeg enskan skrautvagn við hliðPullmans
vagnanna nýju, og ber einnig par Amerika
œgishjálm yfir Englandi. |>ar eru og saman
komin sýnishoru af skipum, ferjum og üeytum,
frá eintrjáningum í heilu líki og húðkeypum
upp til hinna nýjustu brynskipa. Er pað hið
mcrkilogasta sýningarsafn, er ápreifanlega
sýnir hinn seinfarna gang framíaranna í stríði
raannsins við hinn voðalega Ægi. Hvað eru
sigurvinningarnar, svo nefndu, með sverðum
og svikum, lijá sigurvinningum íriðarins starfa
mannsandans? pær eru líka dýru verði
keypt-ar, en par er ágóðinn meiri, sýnni, fegurri.
Jþað var fögur og frjálsleg hugsun
hjáCliicagó-snillingunum, að skreyta svo glæsilega
inngangs-port pessarar hallar, pótt mörgum pœtti minna
til hennar koma cn sumra annara. Jeg tel
hana næsta hinum fvrstu. Út frá einu horni
pessarar hallar höfðu menn með ínerkilegu
hugviti grafið göng nokkur og bar mann pá
að mosayaxinni girðingu, og er par var gengið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 18:34:22 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/chicag1893/0155.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free