- Project Runeberg -  Sagan af Dimmalimm. Æfintýri með myndum /
{7}

(1942) Author: Guðmundur Thorsteinsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sagan af Dimmalimm Kóngsdóttur

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Jú-ú! Þar var allt öðruvísi. Næstum
engin tré og engin hús, ekkert annað en
grænar grundir og blá fjöll, langt-langt í
burtu. Dimmalimm þótti svo fallegt þarna,
að hún gekk og gekk, langa-lengi.

Loks kom hún að stóru vatni. Þá varð
Dimmalimm alveg hissa, því að á vatninu sá
hún svan, miklu-miklu stærri og fallegri en
litlu svanina í kóngsgarðinum.

Og — hugsaðu þér — svanurinn kom
syndandi til hennar, og hann horfði svo
blítt á hana.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 20:06:44 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/dimmalimm/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free