- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
XVIII

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

xvin

og sjeð sjálfa sig í skuggsjá, því án þess vœri allur
skáldskapur óþjóðlegur og ónýtur. Þar næst minnist
hann á meðferð sína á fornsögunni, og segir þá meðal
annars: »Ætlan mín var alls eigi sú að snúa sögunni
blátt áfram i ljóð, enda heflr II.,IIL,V., XV.,XXI., XXIII.
og XXIV. kvæðið lítið eða ekkert efni fengið úr
þess-ari sðgu, en stundum úr ýmsum öðrum
íslendingasög-um. Eg œtlaði mjer að sýna norræna hetju. Eg vildí
sýna Friðþjófs öld með Friðþjófl. Og þótt eg varðveítti
megin-atriði sðgunnar, þóttist eg eiga rjett á að nema
bnrt og bœta við samkvæmt tilgangi mínum. Margt er
stórkostlegt og hetjulegt í sögunni, sem á við allatíraa,
og blaut þvl aö halda sjer, ^n þar er líka ýmislegt
tröllaukið, klúrt og grimmdarlegt, sem annaðhvort varð
burt að falla, eða eg varð að þýða og lempa og laga það
eptir Tjettum fegurðarkröfum og hugsunarhaetti vorra
tima< En þá óx vandinn, því kvæðin mittu eigi aft
beidur missa ið þjóðernislega, inn forna hraustlega
óg eðlilega hugsunarhátt. Þess vegna urðu þessi ljó5
að anda að manni svölu vetrar-lopti, næða
norðan-gustí, þvi slíkt er einkenni norræns heimkynnis og
skap-ferlis; þó máttu eigi verða svo .miki! brögð að þessu,
að kvikasilfrið frysi, eða 611 innileg viðkvæmni hyrfl úr
mannlegu hjarta«. Þar næst minnist hánn á skaplyndi
þaö, er hann heflr innrætt Friðþjófl, sem er miðdepill
kvæðanna; lætur hann bann fyrst og fremst vera
dreng-lyndan, hraustan og hugumstóran, eins og allar sannar
hetjur vorn og verða að vera, en þar hjå kveöst hann
hafa reynt til að låta Friðþjóf sýna eitthvað einkenni
norrænunnar, ið framgjarna og óbilgjarna fjör
og.á-ræði, og því láti bann Ingibjörgu segja um Friðþjóf:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free