- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
32

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

32

og efa eigi,

að Hiidur oss fagni á heljarvegi«.

Friðþjófur bjóst þá og skundar á skeið,
og skjótur siglir hann beina leið
of Qörðinn þveran;
þá Belasyni að finna fer hann.

Við Belahaug hitti’ hann bræður og þjóð,
með bændum þar mæltu þeir lögskil góð;
en Friðþjófur ræðir,

svo duna við röddu hans dalir og hæðir.

»Þið konungar! sjáið, eg kominn er hjer,
og kóngsdóttur bið eg til handa mjer;
því synja ráði

vart mundi Beli, ef væri’ hann á láði.

Við tvö saman fæddumst upp Hildingi hjá,
sem hríslur á rót einni vorum við þá,
en yflr síðan

toppana Freyja batt tryggðavef blíðan.

Minn faðir ei jöfurs nje jarls bar nafn,
en jafnan hann lofa mun kvæðanna safn;
hans afreksverkin
vitna nú rúnir og vegsummerkin.

í>ótt vinna eg treysti mjer veldi og lönd,
eg vera kýs heldur á feðranna strönd,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0066.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free