- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
36

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36

Og friðurinn dafnaði frelsinu hjá;
þau fýsti ei skilja;
og þjóð sína elskaði þengill sá,
og þingum á

raeð einurð hver innti sinn vilja.

Hafði nú þrjátigi vetra við völd
sá vísi setið,

svo hrygg af hans fundi gekk aldrigi öld,
og æ hvert kvöld

í bænum þess bragnings var getið.

Og Hringur hratt borðum og hoskur upp stóð,

en hirð að bragði

stórvitrum veitti stilli hljóð;

hann stundi af móð

og málsnjallur mál hóf og sagði:

»Vor drottnitig situr í Fólkvang fríð
við fagurt yndi,

en hjer á hún leiði, þars blómin blíð

og bládögg þýð

tindra við ljóstærar lindir.

Ei veitist oss önnur svo væn og rjóð,
vors veldis hróður;
í Valhöll er hún og gjöld fær góð,
en gjörvöll þjóð

með börnunum biðja um móður.
Oss Beli sjóli nam sækja’ opt heim

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0070.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free