- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
51

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.



VIII.

Skilnaður Friðþjófs og Ingibjargar.

INGIBJÖRG:
»Það daga fer og Friðþjófu’r kemur eigi,
og fjölmennt þing í gærdag var þó haldið
á Belahaugi; bezt \ar slíkur staður
fallinn til að dæma á dótturhans!
Hve ótal bænum vann eg eigi verja
og votum tárum til að þýða inn kalda
heiptarís um hjartarætur Friðþjófs,
að hann skyldi selja hönd til sátta!
Æ, hörð er karlmannshyggjan; einatt sakir
drengskaparins (svo þeir dramb sitt kalla)
þeir hirða eigi hót eitt, þótt þeir nisti
hjarta tryggt í einnar konu brjósti.
Konan er sem bleikur mosi’ á bjargi,
sem bágt á með gróa fast við steininn,
og enginn tekur eptir slíkri jurt,
sem næring fær af næturinnar tárum.

í gærdag leið minn dómsúrskurðar-dagur,
og dagsins auga huldist dimrari nóttu,
en Friðþjófur er Qarri; daufar stjörnur
heilsa og kveðja hver á eptir aðraj
með hverri þeirra hýrar vonar-stjörnur
í þessu brjósti ganga’ um leið til grafar.

3*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0085.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free