- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
52

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

52

Og til hvers er að vona?—Goð í Valhöll
vilja’ ei sinna mjer, sem hefi styggt þau.
Inn hvíti ás, í hofinu’ er mín geymir,
mig hatast við, þvi ástir jarðarbarna
í augsýn goða eru ei nógu skírar,
og jarðnesk gleði og glys má eigi koma
i goðahof, þars undir hvelfdu rjáfri
f helgri kyrrð sjer biminbúinn unir.
£n samt sem áður, sek er eg þó eigi,
og sakir hvers er ásinn góði reiður
ástum einnar meyjar? — Eru þær ei
skírar eins ög Urðarbrunnur, eða
morgundratímar þeir, er Gefjon dreymir? —
Og sólin, sem er heilagt himins auga,
ei fælist heldur elskendur, sem unnast,
og dagsins ekkja, heiðbjört nóttin, heyrir
í harmi sínum gjarna eiða þeirra.
Má það, sem und berum himni er bjart,
í Baldurhofl verða ljótt og svart? —

Jeg elska Friðþjóf; æ svo langan tíma,
sem eg fæ munað, hef eg elskað Friðþjóf;
það ástarþel er jafngamalt og jeg;
nær það kom til, eg hvorki man nje hitt
eg hugsað get, að svo hafl1 ei verið jafnan.
Sem aldinvöxtur vex um kjarna sinn
og verður stór og fagurgylltur knöttur
mót heitri sól á hlýjum sumardegi,
svo hef eg þroskast æ um þenna kjarna,
og þó er eðlisfar mitt að eins skurn hans.
Ó, reiðst ei, Baldur! því með bljúgu hjarta

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0086.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free