- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
54

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

ingibjörg:
»Friðþjófur! ó, gæt þín,
og seg, hvað orðið er; eg vænti’ ins versta,
og viðbúin er tíðindin að heyra«.

friðÞjófur

»Eg kom á þing á kumli frænda þinna;

í kring um hauginn stóðu Noregs bændur

með sverð í höndum; skjöldur nam við skjöld

öllu megin, hringir yflr hringum,

að haugsios kolli, þar sem sat á steini

blótmaðurinn Helgi, bróðir þinn,

svartur, þrútinn likt og þrumuský;

við öxl hans Hálfdán handljek fagurt sverð

hugum-glaður, líkur rosknu barni.

Þá hóf eg mál og mælti: »Styrjöld ærin

nú æpir heróp hátt á landamærum;

og ríkið, Helgi! er í háska miklum;

gipt mjer systur þíoa; þrótt og fullting

eg legg í mót, og má þjer lið að verða;

látum gamia óvild niður falla;

eg sættist fús við Ingibjargar bróður;

ver nú sanngjarn, sjáðu I einu borgið

sæti þínu og hjarta Ingibjargar;

eg sel þjer hönd og sver við Ása-Þór,

að sízta skipti býð eg þjer nú sættir«.

Þá varð gnýr & þingi; þúsund brandar

þrumdu á skjöldum hvellu fegins-ópi,

og vopnabrakið hóf sig hátt tii skýja

og himinn gladdist frjálsra manna rómi:

»Friðþjófi giptist Ingibjörg in fagra,

sem fríðust lilja er í dölum vorum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0088.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free