- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
57

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

57

FRIÐÞÍÓFUR :

»Eg hef að ráða’ úr vöndu,
því virðing min er veðsett; kröfur Helga
þœr vil eg fylla, þó að Angantýr
í Elivogum hafi gull sitt graflð;
eg læt í haf í dag« —

INGIBJÖRG:

»Og lœtur mig hjer

eina?«

FRIÐÞJÓFUR:

»Nei, þú Friöþjófi skalt fylgja«.
INGIBJÖRG:
»Eg fylg þjer eigi«.

FRIÐÞJÓFUR:

»Heyr mig, fyrr þú svarar.
Mjer virðist, sem þinn vitri bróðir hafi
gleymt, að ADgantýr var aldavinur
föður raíns og Bela; yel má vera
að viljugur hann gegni mínura kröfum;
enda hef eg tunguhvassan talsmann,
traustan, bitran hjer að vinstri hlið mjer.
Síðan skal eg senda Helga gullið
og seiðkonungsins leysi undan blótkníf,
sem hann brugðnum heldur, bœði okkur.
Vindum síðan segl upp á Elliða
og siglum hjeðan braut til fjarra heima;
og vera má oss brosi blómsœl ströud,
er býður ästum vorum’ grið og landsvist.
Eg hirði ei um Noreg, þar sem hræddir
hopa allir fyrir seiðmanns orði,
og vilja toga helgidóm míns hjarta
úr höndum mjer og ræna yndi lífs míns.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0091.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free