- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
63

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

63

FRIÐÞJÓFCR:
»Meyjar sæmd á mannsins ástum hvílir«.

INGIBJÖRG :
»Sá ann ei mey, sem eigi líka virðir«.

FRIBÍMÓFUR:
»Hans virðing má ei vinna tómum brekum«.

INGIBJÖRG:
»Fögur brek, að fylgja því sem ijett er«.

FRIÐÞJÓFUR :
»Ást vor var því eigi í mót í gærdag« —

INGIBJÖRG:
»Og eigi í dag, en ílóttinn rekur eptir«.

FRIÐÞJÓFUR :
»Nauösyn kallar aptur: »komið, komiðl«

INGIBJÖRG:
»Allt, sem rjett og ágætt er, er nauðsyn«.

FR1ÐÍ>JÓFUR :
»Sól er hátt á lopti; tíminn líður« —

INGIBJÖRG:
»Og liðinn er mjer nú að fullu’ og öllu«.

FRIÐÍ* JÓFUR:
»Gœttu þín, er þetta hinnsta orð þitt?«

INGIBJÖRG:
»£g þarf þess eigi; þetta’ er hinnsta orð mitt«.

FRIÐÍ* JÓFUR:
»Svo far nú vel, þú fagra Helga systir!«

INGIBJÖRG:
»Ö, heyrðu, heyrðu — hæfir svo að skilja?
hefurðu engin vinahót að bjóða
fóstursystur þinni? Áttu enga
hönd að rjetta unnustunni aumu?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0097.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free