- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
84

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

84

Nú gramur gekk frá borði,
er gest hann koma sjer,
og heilsar hlýju orði:
»sit heill ið næsta mjer,
því horn eg tíðum tæmdi
með traustum Víkings nið;
hans sonur sóma-ræmdi
nú sitjf að vinar hlið«.

Þá skenkti’ hann vínið valda
(það var frá Sikiley,
og sauð sem sjóðheit alda,
og svall sem græðismey):
»þjer vist sje vís hjer inni,
míns vinar sonur kær!
og þjóðfrægs Þorsteins minni
sje þessi skálin tær«.

Þá gall við hörpuhreimur
um hrausta Skotaþjóð;
sem þungur þrumueimur
þau þóttu’ in velsku ljóð;
þá gekk fram greppur norskur
að gömlum sið, og kvað
um Þorstein, halur hoskur,
svo hirðmenu dáðust að.

Við Friðþjóf fylkir hjalar
um frændu’r á Noregs-grund;
og hinn við hilmi talar
með harla spakri lund,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0118.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free