- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
85

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

85

svo hosklega’ orðum hagar,
svo hvellt hann skýrði frá,
sem mundi minnug Saga
við Mímis helga lá.

Og þá hann skýrir skötnum
frá skrýmslum hafi á
og Helga jöfurs jötnum
og járna- harðri -þrá;
þá glaðnar geðið rakka,
þá glottir Angantýr,
og þýðir drengir þakka
inn þulda æflntýr*

Þá kappinn minnist mætur
á mæra Ingibjörg,
er gullnum tárum grætur
við glæstan Baldurshörg;
þá viknar þernan þýða
og þrá í brjósti rís;
svo tryggvan biðil bíöa
sjer brúður sjerhver kýs.

Og erindi sitt um síðir
hann scgja jarli vann,
sem hetju orö á hlýðir,
unz hljóð haan fær í rann:
»Um skattgjald ei eg annast;
eg á að frjálsu mitt;
við konung Bela’ eg kannast,
en kvabb mig furðar hitt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free