- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
92

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

92

úr vorís hennar svikul dyggð;
í brjósti hvískrar brigðin fláa
með brosum lygur vörin smáa —
og þó er helzt í huga mjer,
hve hjartfólgin hún var og er.
Frá fyrstu stund, er má eg muna,
með meyju nam eg lífi una;
í hverjum leik og hverri raun
var hringaskorð mín sigurlaun.
Sem vaxi saman viðarstofnar,
en valdi Þór, að annar klofnar,
þá deyja báðir sama sinn;
ef svás er annar, blómgast hinn:
við undum svo við sorg og gaman
við svanna er eg vaxinn saman,
en nú er eg einn. — Þú vegleg Vör,
um víðan heim er þreytir för
og skrifar eiða’ á skjöldinn ríka!
skrifaðu1 ei lengur heimsku slíka,
svo lygF ei rönd hver leiptri full;
það lýtir um of ið Iryggva gull. —
Er Nönnu saga sönn? — Eg kenni
ei sannleiks mark á nokkru enni,
og brjóst hvert lel eg tryggðalaust,
fyrst tældi’ mig Ingibjargar raust,
svo mild sem blær á blómsturengjum
og Braga ljóð frá gígju strengjum.
Eg vil ei hlýða’ á hörpuljóð
nje harma lengur brigðult fljóð;
með storminum vil eg steðja’ um græði,
og stilla blóði Hranoar æði,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0126.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free