- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
93

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

93

og hvar, sem vargi veitt er bráð,

eg vera skal um storð og gráð,

þá mætti vera, að krýndan kynni

eg konung hitta’ á götu minni,

og ástum sjúkan yngissvein

með allan hug á siikirein;

svo heimskan mann, að trygðum treysti’ hann,

frá tryggð og fjörvi’ eg óðar leysti’ hann,

frá svívirðingu, svikum, þrá

og sorg, sem eg nú kenni á«.

»Hve heitt er blóð í ungum æðum»,
inn aldni svarar harmaræðum,
»unz ólguna kælir ellin grá —
en Ingibjörgu’ ei niðra má.
Mín fóstra má ei góð þess gjalda,
er grimmar skapanornir valda.
Sem Viðar sat hún hæg og hljóð,
en hjartað stnndi þungum móð;
svo hljóðri tryggð hún trega mundi,
sem turtildúfa í suðurlundi.
En mjer hún sagði hulinn harm,
sem hreildan nísti meyjar barm;
sém sjávarfugl með brotna bringu
tii botnsins ótt sjer niður stingur,
svo birtan eigi sár hans sjái,
og situr þar í kvaladái,
svo byrgði’ hún með sjer böl og neyð,
og birti mjer einum, hvað hún leið:
»Eg blótfórn er«, svo brúður hjalar,
»bindið mjer vetrarliljur svalar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0127.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free