- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
115

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

149

niflung þann gista, er rændi oss mey,
horfa á, hve gulllokkar hrynjandi fljóta,
heyra það málið, er gleymum vjer ei».
BJÖRN:

»Skil eg það: Hringur á heiptum skal kenna,
hefndioa vikingar reka skjótt;
höllin skal mölvuð um miðja nótt,
mærin oss fylgja, en karlinn brenna;
ellegar hyggstu að hermanna sið,
hólmgöngu sæma þann gylfa lúinn?
ellegar hasla1 honum orrustu-svið
á ísinum? Jeg er í hvatvetna búinn«.

FRIÐtjÓFUR:
»Minnst ei á brennu nje hræelda hríð,
hjeðan með friði til grams vil eg stefna;
syndanna goðin.á sjálfum mjer hefna,
saklaus er Hringur og drottning blíð;
hjeðan af fátt oss á foldu mun gleðja;
fegurstu ástmey ið hinnsta sinn
sjá vil eg glaður og syrgjandi kveðja;
sól þegar hækkar, eg aptur þig finn».
BJÖRN:

»Heyrið á fírn mikil! Hve viltu lengi
harmþrútinn gráta þau brúðarsvik?
jörðin því verr er af konum kvik,
kveðji þig ein, er það skaði þjer engi.
Viltu’, að eg sæki frá suðrœnni grund,
sökklilaðinn byrðing af Qörugum snótum,
rósfríðum, hýrum og ljúfum í lund:
látum svo skipt eða’ í bróðerni njótum?»

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0149.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free