- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
118

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

118

»Þótt margs þú frjettir, fylkir! þig fræða’eg gjarna vil,
en nafn mitt á eg aleinn o g engum segi til;
eg borinn er á Angri, og átti’ í Sulti bú,
og gisti’ í gær hjá Úlfi; til gylfa ræðst eg nú.

Å dýrum dreka forðum eg drafnar risti slóð;
með stríðum stormavængjum hann steðja kunni’ of flóð;
nú kúrlr fuglinn frosinn í frerum inn við lönd,
og ellin bak mitt beygir; — nú brenni’ eg salt við strönd.

Mig fýsti konung finna, því fræg þín spekin er,
en hirðmenn þínir hlógu og hentu gys að mjer;
þá greip eg fól eitt, fylkir! og frækin sýndi tök;
það var í góðu gamni, þú gefu’r það ei að sök«.

Þá raœlti vísi vitur: »Þú vandar sniðug orð;
inn hruma ber að heiðra; við hilrais set þig borð;
en kufli skaltu kasta, og kenna rjett þig lát;
ei hemst í hjúpi gleðin; mín hirð eg vil sje kát«.

Og óðar fellur feldur af fríðri heilaslóð;
á gólfi glæsilegur þar gumi ungur stóð;
frá björtum brúnatindi um breiðan herðastall
á gildura garpi hárið í gullnum öldura svall.

Á bláan kyrtil blikar, en beltið kappans var
úr svásura silfurspöngum; mót sveinum glóðu þar
í hópum haga-dýrin, sem hlupu allt í kring,
en aldrei fundu endann, á ítrum mittishring.

Og handargullið góöa nam glita jðfurs höll,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0152.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free