- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
120

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

120

þú, drottning! dýrshora rjettu að dreng með vín þitt bezt;
með veigum vil eg tryggja 088 vetrarsetugest«.

Þá skenkti skjöldungs beðja á skrautlegt uxahoro
íneð rikar silfurrósir og rúnamálin forn
( kring um styrkan stikil og stæltan silfurfót;
á barm þann bikar fylla in bliða mundi snót.

í barm sjer horfði brúður, er bikar ijetta vann,
og höndin smáa hristist, svo horninu’ út úr rann;
svo brunnu dökkvir dropar á drósar hvítri mund,
sem leiptur litju rjóði um ljósa aptanstund.

Og hýrt hann tók við horni af hilmis glæstri frú, —
en trauðla tæma myndu það tveir, sem gjörast dú, —
en Friðþjófur inn frækni þá fögru gullinveig
til sæmdar dýrri drottning nam drekka’ í einura teig.

Og greppur gígju tekur, hann gylfa sat við borð,
um ástir óð hann syngur frá itri Noregs-storð,
um Hagbarð sætt og Signý og Sjafnar yndi’ og harm;
um hjörtun drengjum hitnar, þótt hringir stæltu barm.

Hann söng um sali tíva, þars sigur- bíða -laun,
um hreysti fornra feðra og frækna sverðaraun ;
þá greip hver hönd að hjalti, þá hvesstist sjerhver brá,
og ótt um bekk var borin in bjarta hornalá.

Og fastan drengir drukku í döglings höllu þá
(það jólaminnið mæra sveif margan hraustan á),
unz hirð til hvíldar gengur; þá hætti sumbl og skraf,
en aldinn öðling Hringur hjá Ingibjðrgu svaf.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0154.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free