- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
137

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

137

Við frið og styrjöld styrkur þegn
er stólpi lands,

þess blómi vex og bjargfast megn
af blóði hans.

Menn safnast skjótt við skjómagný

og skjaldabrak

til þings; in háu himinský

er hölda þak.

En Friðþjófu’r þings á steini stóð
og styrkum hjá
ið fagra’ og unga fylkis jóð
með frána brá.

Með bændum kurr þá koma vann:
»Sá kóngsson er
of lítill, setja lðg ei kann
nje leiða her«.

En Friðþjófu’r skyggðum skildi á
hóf skjöldungsson:
»Hjer lofðung Noregs líta má
og landsins von.

Og skoðið svein, hvort ætt hans er
ei Óðni frá;

á skildi ljett hann leikur sjer
sem lax í á.

Eg sver að veija veldi hans,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0171.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free