- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
144

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

144

í dyrum sjer hann svipi skapanorna
sem systurliljur dáins leiði hjá,
er muna ótal feiknastafi forna,
svo fagrar jafnt sem daprar til að sjá,
og meðan hyggur Urð á hluti orðna,
ið unga hofið Skuld nam benda á.
Og Friðþjófs auga af undran starir doflð,
en allt i einu hverfur fagra hofið.

Eg skil þig, mær, frá björtum brunni alda!
ið beina teikn minn faðir senda vann;
ið brennda hof með hofi skal eg gjalda
og háan endurreisa goðarann.
Að bæta það, sem brýtur æskan galda
með bótum follum, gleður hoskan mann.
Úr örvænting nú hef eg huga^kœttan,
inn hvita ás nú finn eg við mig sættan.

Þjer himinstjörnur, lága nótt, sem lýsið!
nú lít eg glaður yðar blíða skraut;
og gullin norðurljós, er veg nú vísið!
á voða báls þjer áður minntuð þraut;
þú, haugur l grænka; rammar kviður! rísið
frá Ránardætrum upp frá djiipri braut.
Hjer vil eg sofna sætt á skildi* og dreyraa
in svásu goð, er heiptarmálum gleyma«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0178.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free