- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
149

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

149

af Valhöll, það er ljós af himni hám, sem æ
hjer speglar sig i skildi Sögu silfurgljám.
Hvert hjarta á sinn Baldur. Mannstu mæra tíð,
þá friður þjer í brjósti bjó, og líflð var
svo glatt og kyrrt sem sæludraumar söngfuglsins,
er mjúkir vindar vagga um hlýja sumarnótt
hans grænu sð&ng, og svæfðan kyssa blóma koll?
f hreinu brjósti þjer þá lifði Baldur enn,
þú ásason, þú útlæg ímynd æðra heims!
Á undan barninu’ eigi Baldur deyr, því Hél
í hvert sinn maður fæðist skilar fríöum ás
heim aptur; en í hjarta hvers mann vex um leið
bans bróðir, Höður blindi, því ið vonda er
við fæðing ósýnt, eins og nýklakt vargajóð.
Þess hjúpur nóttin er, en hvítan skrúða ljóss
ið góða ber. En Loki slunginn læðist fram;
ins illa morðhrarom miðar hann á saklaust brjóst
ins unga Baldurs, himintífa hugljúfans.
Þá vaknar heiptin, ofsinn sprettur upp til vígs,
og hjaltavargar hvína yfir hæð og dal,
og drekar sveima yfir blóði — bólgna hrönn,
því gæzkan situr likt og magnlaus svipur einn,
með vofum vofa köld, við bleikrar Helju hlið, —
og upp til ösku brunnið liggur Baldurshof. —
Svo er inn æðri Ásaheimur fyrirmynd
ins lægra jarðarlífs, en þetta hvorttveggja’ er
Alföður helgar hugsanir; þær breytast ei.
Hvað sker og skal ske, vita Völu dularljóð;
sú kvifta’ er tímans vögguvísa’ og drápa’ um leið.
Heimskringlu örlög stíga sömu stig og hún;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0183.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free