- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
153

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

153

neiDD ofmetnast; þaö auðnan er, sem vekur dramb;
ið bezta hlutfall manns er góðra goða gjðf.
Mun þjer ei og til frægðar þinnar fhuiast mjög?
en gafstu sjálfur aflið sjálfura þjer? var það
ei Þór, sem styrkti arm þinn likt og eflda eik?
og hlær ei goða hugur bak við skjaldborg þá,
er myndar þitt ið bvelfda brjóst? og hváðan er
sú elding, sem að ormfrán varpa augu þín?
Við vöggu þína fölvar nornir fluttu þjer
þá drápiij sem að æfíbraut þín eptir gekk;
ei fremur Belasonum ber þjer hælast um.
Ef dæmirðu’ annars dramb, þú dæmir sjálfs þín með. —
Þinn óvin Helgi’ erfallinn.« — Fram í tók þá hinn:
»Er Helgi fallinn? hvar ogn«r?« —• »Þúsjálfur veizt,
að meðan hofið reistir þú, hann herferð fór
til Finnlands upp. Á grýttu fjalli gamalt hof
þar lengi stóð og lýðfrægt var af goði því,
er hjet Júmala; Finnar forðum bljetu það.
Nú stóð það löngu síðan lukt og gæzlulaust;
en yfir dyrum þess stóð æfa-gömul mynd,
mjög forn og fáránleg, sem myndi steypast fram;
og engi þofðí’ að ganga nser, en gðmul sögn
það orðin var, að hver, sem fyrstur vitjaði
ins forna hofs, sá fengi Júmölu að sjá.
Það frjettir Helgi, fyllist brœði1 og fer af stað
til eyðibyggða upp að finna ÓYin þann,
og brjóta hofið. Þegar þangað kom, hann fann
þar læstar dyr og lykil ryði sleginn í.
Þá treystir hann á hurð og hristir fúinn við;
í sömu svipan hræðilegur heyrist gnýr,
því líkneskjan á konung ofan kollsteypist.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0187.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free