- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
156

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

156

»Ætla mjer takist ekki að verðatollheimtumaður,«
svar-aði hinn. Svo var námfýsi hans mikil, að hann las og
lærði nálega allar bækur, sem hann náði i, og skildi.
Hann orkti þar å ofan um hvert atvik, sem einhver
á-hrif hafði á hann, og lærði þannig snemma að koma
laglega orðum fyrir sig í ljóðum In fyrsta visa
Teg-nérs er um gæsarunga, sem hann heygði f
fornmanna-haugi, er hann sjálfur haföi grafið upp; hann var þ&
10 eða 11 vetra. Vísan er svona:
»Lycklig du,
lille gäsunge nul
Ingen räf, ingen korp eller kråka
dig mera skall råka«1.

Um þessar mundir hafði hann lesið
íslendingasög-urnar, og sýnir Friðþjófssaga, að hvorki hefur Homer
nje nein suðræn fræði getað stolið endurminning þeirra
síðar úr huga hans. Að Esaias var settur til mennta,
atvikaðist þannig: Einu sinni var hann á ferð
heim-leiðis með fóstra sínum um kveld undir alstirndum
himni. Garali maðurinn tók þá að útlista guðs dásemdir.
fyrir honum, en kom þar ekki að tómum kofum, og
varð forviða á fróðleik og skarpleik sveinsins. Nokkru
síðar kallar hann á Tegnér og segir: »Þú getur nú
ekki lært meira hjá mjer, enn komið er, enda segir mjer
svo hugur um, að þjcr muni annað betra ætlað. En
þótt svo sje, þá gleymdu aldrei að þakka gjðrfaranum
allra góðra hluta«. Síðan fór Tegnér til annars manns,

1) Gott átt þú,
gæsarnngi litli nú!
engi krumrni nje kráka nje refur
klœr í þig grefur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0190.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free