- Project Runeberg -  Friheten (Reykjavík 1943) /
viii

(1943) [MARC] [MARC] Author: Nordahl Grieg
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Nokkur Minningarorð av Tómas Guðmundsson

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

<big><sp>NOKKUR MINNINGARORÐ<</sp>/big>


Mikil og hörmuleg örlög valda því, að ísland nýtur að
óverðskulduðu þess heiðurs að koma síðustu ljóðum Nordahls Grieg á framfœri.
Og á sama hátt eru harmsár tíðindi orðin orsök þess, að ég hef tekizt
á hendur að láta nokkur formáls- og minningarorð fylgja ljóðum hins
fallna skálds til íslenzkra lesenda.

Það var snemma á síðastliðnu sumri, sem útgáfa þessarar bókar
var ráðin, og skáldið sendi handrit sitt hingað þá þegar. Í byrjun
desembermanaðar var bókin að fullu sett og um svipað leyti hafði
höfundurinn gert ráð fyrir að koma til Reykjavíkur til þess að líta yfir
prófarkir og skrifa nafn sitt á þann hluta upplagsins, sem ætlaður var til sölu
hér á landi. En af þessu varð ekki, af ástæðum, sem síðar urðu kunnar,
og því er nú eyða fyrir nafni Nordahls Grieg, — eyða, sem talar sínu
dapra máli átakanlegar en nokkur orð fá gert.

En þótt svo hafi atvikast, að þessi ljóð hins ógleymanlega norska
skálds hafi um stundar sakir öðlast heimilisfang fjarri uppruna sínum
og œttjörð, og þótt enginn góður Íslendingur eigi sér betri ósk en þá,
að þau megi sem fyrst verða frjáls ferða heim til þess lands, sem
geymir jarðveg þeirra, og þess fólks, sem öll ástúð þeirra, ótti og umhyggja
er helguð, þá má oss engu að síður vera fögnuður að vitneskjunni um
það, að Nordahl Grieg hafði snemma tekið tryggð við land vort og
þjóð. Það er jafnvel mjög vafasamt, hvort nokkur útlendingur hafi við
fyrstu kynni öðlast skáldlegri og persónulegri skilning á leyndarmálum
íslenzkrar náttúru eða litið íslenzkt eðlisfar og lífsbaráttu skyggnari
augum, eins og hin afburðasnjalla. ritgerð, sem hann skrifaði héðan i norska
blaðið Tidens Tegn á fyrstu ferð sinni til Íslands árið 1930, ber

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Thu Feb 1 12:39:32 2024 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/gnfrihet43/0007.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free