- Project Runeberg -  Hvíta Bandið 50 ára 1895-1945 /
13

(1945)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Helga S. Þorgilsdóttir:

Hvítabandið 50 ára

Fyrir 50 árum var Hvítabandið stofnað
hér í Reykjavik og mun það vera með
elztu kvenfélögum borgarinnar.

Stofnfundur þess var haldinn snemma
á árinu 1895 og voru það merkiskonurnar
Ólafía Jóhannsdóttir og Þorbjörg
Sveins-dóttir, er fyrir því stóðu, en þær báðar
létu ýms mannúðar- og umbótamál tiL sín
taka, eins og kunnugt er.

I fyrstu var það bindindisfélag
ein-göngu, en á fyrsta aðalfundi félagsins, 7.
ág. 1895, mætti fulltrúi frá hinu
amer-íska Kristilega alheims bindindisfélagi
kvenna, Mrs. Ancermann, og voru þá lög
félagsins samin í samræmi við þann
fé-lagsskap og varð Hvítabandið ein deild
úr því alþjóðafélagi.

Voru sams konar deildir víða um lönd
og stóð Hvítabandið í beinu sambandi
við þennan félagsskap, borgaSi árstillag
til aðalfélagsins í Ameríku, átti fulltrúa
á mótum í Ameríku, Englandi og víðar,
keypti dönsk og norsk Hvítabandsblöð o.
fl. Þess er jafnvel getið, að félagið fékk
bréf frá Hvítabandi í Ástralíu og víðar
að.

Nú eru 60 deildir þessa félagsskapar
víða um lönd og er það eitt með stærstu
kvenfélagasamböndum heimsins. Starfa
þessar deildir að ýmsum málum, t. d.
bindindismálum, jafnrétti karla og
kvenna, friðarhugsjónum, dýraverndun,
fræðslumálum, alls konar líknarstarfsemi
o. m. fl.

A fyrstu árum eftir að félagið var
stofnað hér, er getið um að stofnaaðr
hafi verið margar deildir út um land, t.
d. Isafirði, Akureyri, Eyrarbakka og
víðar.

Ekki er vitað hversu fjölmennt var í

félaginu, en í kringum aldamót voru 250
konur hér i Reykjavik og auk þess
nokk-uð margir karlmenn, og mun sú tala hafa
haldizt lengi. Í fyrstu starfaði hér einnig
barnadeild og voru í henni 150 börn um
skeið. A þessu má sjá, að
félagsskapur-inn hefur verið allumsvifamikill, enda
stjórnin í styrkum höndum, þar sem þær
voru Olafía Jóhannsdóttir, Þorbjörg
Sveinsdóttír og síðar Ingveldur
Guð-mundsdóttir.

Hafa þá oft verið fjörugir fundir og
margar góðar hugmyndir fram komiS.

Aðalviðfangsefnið var í fyrstu
bind-indisstarfsemin og var það því hliðstætt
Goodtemplarareglunni og markmiSið það
sama.

Árið 1901 sendi félagið áskorun til
al-þingis um algert aðflutningsbann áfengra
drykkja. Oft var talað um þörf fyrir
sjó-mannastofu og um skeið lánaði ein
fé-lagskonan, frú Kristin Símonardóttir,
stofu, þar sem sjómenn komu saman til
að skrifa bréf o. s. frv. Eftir að
Sjó-mannaheimilið komst á fót, sendu
félags-konur þangað jólagjafir. Svo djarfar
voru konurnar og einlægar i trú sinni á
málefnið, að þeim datt í hug að halda
vörð um Hótel Island og fleiri
veitinga-hús á lokadaginn, til að varna
sjómönn-um að fara þar inn og eyða kaupi sínu í
áfengi. Hefur það að líkindum ekki þótt
kvenlegt í þá daga og verið gert gys að,
en um slíkt létu þær sér á sama standa.
Var starfað i sambandi við stúkurnar
fyrstu árin, en brátt drógst
bindindis-starfsemin yfir til þeirra og Hvítabandið
sneri sér að öðrum verkefnum.

Fátækramálin léF félagið sig miklu
skipta og hafa þau alltaf verið aðalverk-

1 15 hvítabandið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 08:38:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hvitband50/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free