- Project Runeberg -  Hvíta Bandið 50 ára 1895-1945 /
19

(1945)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

H. S. Þ.:

Sigurbjörg Þorláksdóttir

Ekki er hægt að minnast svo á
starf-semi Hvitabandsins, að eigi sé jafnframt
getið Sigurbjargar Þorláksdóttur
kennslu-konu.

Hún var tvimælalaust sú kona, er
mestu réði um málefni félagsins um
langt skeið, að undanskildum formanni
þess, frú Ingveldi Guðmundsdóttur, en
þær unnu alltaf saman og var samvinna
þeirra hill ákjósanlegasta.

Sigurbjörg var fædd á Undirfelli í
Vatnsdal 5. sept. 1870. Stóðu að henni
merkar ættir til beggja hliða, enda
auð-séð gott ættarmót í svip hennar og
lát-bragði. Hún ólst upp hjá ömmu sinni að
Tjörn á Vatnsnesi, ágætu menntaheimili,
eins og mörg prestssetur voru á þeim
tímum.

Hún hafði fjölhliða gáfur og lagði á
margt gjörva hönd. Ung lærði hún
ljós-móðurfræði og stundaði þau störf um
tíma, einnig saumaskap og vélprjón, sem
þá var óvenjulegt. En hennar aðallífsstarf
varð þó kennarastaðan og hafði hún búið
sig hið bezta undir það starf. Hún hafði
kennarapróf úr Flensborgarskóla og
dvaldi auk þess erlendis við
framhalds-nám. Hún varð kennari við Barnaskóla
Reykjavíkur um aldamót og gegndi hún
því starfi til dauðadags. Þótti hún þar
sem annars staðar liðtaek vel og var
við-brugðið hvað stjórnsöm hún var og hve
mjög hún bar hag barnanna fyrir brjósti.
Einnig lét hún málefni stéttarinnar sig
miklu skipta og skildi þýðingu
samtak-anna.

í Hvítabandið gekk hún árið 1912 og
var hún þá þegar kosin varaform.
félagsins og það var hún til hinztu stundar.

Hún hafði alla kosti, er til þess þarf að
vera góð félagskona, hugkvæmni, mælsku,
brennandi áhuga og dugnað. Varð hún
þvi félaginu hinn mesti styrkur og
ör-uggasta stoð meðan hennar naut við.

Hún gekkst fyrir því, að stofnuð var
barnadeild innan félagsins, þar sem telpur
fengu tilsögn í handavinnu og þeim var
leiðbeint á mörgum sviðum. Mun það
starf mikið hafa hvílt á hennar herðum,
en lagðist brátt niður sökum
húsnæðis-leysis. Sigurbjörg sá glöggt hvað börnin
í Reykjavik ólust upp við óholl skilyrði
og götuKf. Gerði hún margar tillögur um
barnaleikvelli og einnig mun hún hafa
verið fyrst manna til að starfrækja hér
dagheimili fyrir börn. Hafði hún eitt
slíkt heimili í nokkur ár, er hún rak á
eigin ábyrgð við hin erfiðustu kjör, en

1 21 hvítabandið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 08:38:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hvitband50/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free