- Project Runeberg -  Hvíta Bandið 50 ára 1895-1945 /
28

(1945)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

minningar. Þar sem ég sá og heyrði til
var fólkið eins og samstillt við náttúruna;
brosandi vorbörn, sem fögnuðu líðandi
stund, en mundu þó fortíðdna með
metn-aði og sjálfsvirðingu. „Frjálsir menn í
frjálsu landi", þó ekki væri lokasporið
stigið þá.

Svo var tilfinning manna vakandi fyrir
tilefni hátíðarmnar, að maður gat komizt
í langt samtal um hjartastaÖ landsins og
Alþingi hið forna við bráðókunnugan
mann, sem maður hafði beðið að vísa sér
tii ákveðinnar tjaldborgar. Þessi reynsla
áskotnaðist mér á „frístundum" mínum
(við fórum til skipta út að sjá eitthvað
af hátíðahöldunum). Vinir og kunningjar
tóku manni með tvöföldum fögnuði:
„Nei, þá sjáumst við hér!" Þetta var
hátíð, dagar, sem báru hátt yfir
hvers-dagsleikann. Minnisstæð er mér stundin,
er við sátum nokkrar Hvítabandskonur
í mjúkum mosanum í hallanum austan
við Gjána og töluðum um viðburði
dags-ins. Þetta var um hádegisbil
fimmtudag-inn 24. júní, að lokinnd guösjjjónustu í
Almannagjá, sem sólin breiddi svo
yndis-lega blessun sína yfir, í gegnum
dún-mjúkt vorregn. Söngvar, ávörp, Lögbergs-

ganga fylktu liði, allt þetta höfðum við
heyrt og séð. Það var hátíð.
Forustu-kona okkar, Sigurbjörg Þorláksdóttir,
hafði stillt svo til, að við nutum alls
þessa. (Steingrímur fóstursonur hennar
mun hafa litið eftir tjöldum okkar og
bú-slóð.) Sjálf sat hún þarna með okkur í
sólskinsskapi og leiddi samræður. Sá ég
hana varla jafnglaða síðan, enda gekk
brátt nær og nær kröftum hennar
sjúk-dómur sá, er varð banamein hennar
rúmum 2 árum síðar.

Eins og sjá má, er þetta skrif aðeins
fáir drættir frá mínum bæajrdyrum séð.
Þær konur, sem voru með og betur muna,
leggja sitt til eitthvert sinn á fundi
félagsins. Vegna atvinnu minnar hef ég
sjaldan getað sótt fundi og þar af leiðandi
lítið fylgzt með mínu kæra félagi, sem
ég á margar góðar minningar að þakka,
meðal annars um eina af þeim ágætustu
konum, sem orðið hafa á vegi mínum,
Sigurbjörgu Þorláksdóttur.

Mætti Hvítabandið eignast margar
mætar konur hér eftir sem hingað til og
bera skjöld sinn hvítan og hreinan meðan
því endist aldur.

1 8 hvítabandið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 08:38:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hvitband50/0030.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free