- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
IV

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

IV

eru niður komnar og ekki til neins að leita að slíkum

hlutum nema í stórum bókasöfnum, og hvergi er það allt

til á einum stað, er Island snertir. Fyrst framan af

hafði eg að eins kynnt mér rit þessi til þess af þeim að

t

fá fræðslu um náttúru Islands, en er eg sá hve margt
var til af ýmsu tagi og hve örðugt var að leita það uppi
og raða því niður, þá hugkvæmdist mér, að það gæti
verið fróðlegt fyrir íslendinga að fá í einni heild yfirlit
yfir flest það, sem skrifað hefir verið um land vort; eg
ímynda mér einnig, að það geti verið nokkur aðsfoð
fyrir aðra fræðimenn, ef flestum greinum slíkra hluta er
safnað á einn stað; þó eigi sé ítarlega sagt frá hverju
einu, þá er þó hægðarauki að sjá tilvitnanir til bóka og
handrita, sem annars gætu dulizt. Eg hefi þvi ráðizt í
að rita þessa bók í tómstundum mínum, en frátafirnar
hafa verið miklar, embættisannir, ferðalög og ritstörf um
jarðfræði og önnur efni. Bið eg því góða menn að virða
á betra veg, þó eitthvað markvert kunni að hafa undan
fallið, enda er hægra að bæta við, þegar riðið er á vaðið
og undirstöðuatriðunum hefir verið komið í eina heild.
Þar sem um svo margbreytt efni er að ræða, getur ekki
hjá því farið, að ýmsir gallar verði á smíðinni, enda
getur öllum yfir sézt. Mér hefir aldrei dottið í hug, að
eg mundi geta safnað öllu því í eina heild, sem um
ísland hefir verið ritað, enda er það að svo komnu á
einskis manns valdi; mörgu hefi eg sleppt, sem mér
þótti lítilsvirði, en það er undir álitum komið hvað taka
skal og hvað skal fella úr, einum sýnist þetta, öðrum
hitt. Eg hefi ekki vísvitandi sleppt neinu því, sem eg
hélt að hefði verulegt vísindalegt eða sögulegt gildi, en
þó hefi eg um leið reynt að gjöra bókina læsilega fyrir
alþýðu.

Þegar eg byrjaði að semja þetta rit, lágu fyrir mér

tveir vegir: annar sá, að fara svo nálægt aðalefninu,

sem unnt var og taka að eins kafla úr bókum, er bein-

t

linis snertu lanclfræði Islands, raða þessum úrklippum
öllum glögglega niður, líta hvorki til hægri né vinstri

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0008.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free