- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
V

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

V

og fást sera minnst við ástand fyrri tíma og æfi
rithöf-unda þeirra, er eitthvað hafa skráð um Island. A þenna
há’tt hefði bókin að sönnu orðið styttri, en miklu
leiðin-legri. Hin leiðin, sem eg kaus að fara, var sú, að tengja
við og flétta saman við aðalefnið til skýringar ýmsar
upplýsingar um höfundana og um tímann, sem þeir lifðu
á; flest ritin eru lítt skiljanleg nema menn viti glögg
deili á sögu og hugsunarhætti þeirra tíma. Hugðist eg
á þenna hátt betur geta sýnt orsakir og afleiðingar
rit-anna og um leið gert bókina meir við alþýðu hæíi. Þessi
aðferð var líka beinlínis nauðsynleg sakir þess, að
sagn-fræði íslenzk er enn þá miklu styttra á veg komin en
vera ætti, itarlegar bækur um almenna landssögu, um
menningarsögu og bókmenntasögu eru enn ekki til;
forn-öldin heflr verið allrækilega rannsökuð, enda er það nú
hægt síðan búið er að gefa út fornritin; en eptir 1300
slær niðamyrkri yflr íslenzka sagnfræði, menn hafa enn
mjög litla rækt lagt við sögu hinna seinni alda og þó
eru bókasöfnin full af merkilegum skjölum og handritum,
sem fá að eiga sig og enginn snertir. Sakir þessa
sögu-leysis hefl eg minnzt á ýmislegt, ersnertir almenna
lands-sögu og bókmenntasögu, til þess að gjöra aðalefnið
skiljan-legra. Mér hefir reynzt sem öðrum, að mjótt er
meðal-hófið og hefir mér opt þótt vandi að ráða út úr því,
hvernig átti að einkenna ástand tímanna og fara þó ekki
of langt frá aðalefninu.

Sumir hafa fundið að því, að eg hafi sagt of ítarlega
frá æfiatriðum ýmsra merkismanna, sem getið er i
bók-inni. Hvers vegna má ekki rita æfisögur
náttúrufræð-inga og landfræðinga eins og annara manna? mér finnst
það einmitt eiga bezt við i þessari bók, enda eru
æíi-sögur einstakra manna aðalefni allra sagnarita. Mér
hefir verið sönn ánægja, að grafast eptir æfiferli íslenzkra
vísindamanna, þeirra er ekki of opt getið og margir
þeirra eiga það alls ekki skilið, að eptirkomendurnir láti
æfiatriði þeirra falla í gleymsku og dá. Auk þess getur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0009.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free