- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
VI

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VI

ef til vill sumt af þessu orðið þeim til nokkurrar
leið-beiningar, er síðar rita bókmenntasögu.

Um 17. öldina er eg fjölorðastur; þá voru uppi margir
fræðimenn á Islandi og var sú öld að mörgu merkileg;
hindurvitni og vísindi voru að togast á og blönduðust
saman á ýmsa vegu. Um þá öld hefir tiltölulega fátt
verið prentað á íslenzku og eru þó til ótal handrit frá
þeim tímum. Efni þess kafla hefi eg tekið mestallt úr
handritum og hefi eg allstaðar vísað til handrita þeirra,
sem eg hefi notað, getur það ef til vill orðið til nokkurs
stuðnings fyrir þá, er vilja rannsaka betur ýmislegt, er

r

snertir þá öld. Þegar þeir Eggert Olafsson og Bjarni
Pálsson koma til sögunnar á miðri 18. öld, byrja
vísinda-legar rannsóknir á Islandi og hafa þær síðan haldið
stöð-ugt áfram, þó árangurinn hafi verið misjafn. Þegar svo
langt er komið fram í tímann, er minni þörf á þvi að
tala ítarlega um sögu og ástand landsins, úr því mun eg
aðallega rekja framfarir hinnar vísindalegu þekkingar
um-náttúru Islands, þó nokkuð verði lika að minnast á
ýmis-legt annað til skýringar, eins mun eg stuttlega geta um
æfiferil þeirra manna, sem mest hafa starfað, þó varla
eins nákvæmlega eins og hinna eldri höfunda frá 17. öld,
sem fæstir þekkja og lítið sem ekkert hefir verið ritað
um.

Hvað forn landabréf snertir, þá hefi eg í þessari bók
aldrei ætlað mér að fást við þau ítarlega, enda væri það
alveg þýðingarlaust, úr því enginn kostur er á, að láta
eptirmyndir kortanna fylgja lýsingunni; að telja upp öll
nöfn á uppdráttunum og rekja feril þeirra gat alls ekki
átt við eptir sniði þessarar bókar. Ef tómstundir og
kringumstæður leyfa, hafði eg líka ætlað mér að fást
sérstaklega við kortasöguna á öðrum stað. í 7. kapítula
hefi eg sett ágrip um kortagjörð og yfirlit yfir kortasögu
miðaldanna, að því er ísland snertir, og er ekki því að
leyna, að yfirlit þetta er ófullkomið; í bókhlöðum í
Reykja-vík eru því nær engin kortasöfn til, en eg varð að
not-ast við þann reyting, sem er hér og hvar í bókum, annað

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0010.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free