- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
2

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

rannsóknir fræðimanna virðast benda til þess, að hvorki
Grikkir né Rómverjar hafi þekkt Ísland; að minnsta kosti
er engin söguleg vissa fyrir því. Sumir hafa haldið, að
nafnið Thule, sem svo opt kemur fyrir i fornum bókum,
eigi við Ísland, en það er mjög ólíklegt, að svo sé; allur
þorri rómverskra rithöfunda hefir alls ekki vitað með
vissu, hvað þeir sjálfir meintu með þessu nafni, en
hafa nefnt svo ýms lönd, sem voru þeim ókunn langt í
norðri.

Eg ætla þó hér að fara nokkrum orðum um þetta
efni, af þvi svo margir hafa fengizt við það, og margir
hafa haldið þeirri skoðun fram, jafnvel fram á vora daga,
að Thule væri Ísland.

Hinn gríski landfræðingur Strabó getur í landafræði
sinni um Thule, en telur það þó óvíst, hvar það land sé
og hvernig því sé háttað. [1] Strabó ber annan mann fyrir
öllu því, sem hann segir um Thule; þessi maður var
Pyþeas frá Massilíu; hann var uppi á dögum Alexanders
hins mikla. Massilía var grísk borg á Frakklands-ströndu,
þar sem nú heitir Marseille; það var mikil borg og
auðug og rak verzlun víða um strendur Miðjarðarhafsins.
Fönikíumenn og Kartverjar stofnuðu snemma á öldum
nýlendur hér og hvar fram með Miðjarðarhafinu og áttu
verzlun við þarlendar þjóðir; fóru þeir verzlunarferðir
með ströndum fram langt norður eptir; þeir sóttu silfur
til Spánar, tin til Bretlands og raf norðan úr Eystrasalti.
Raf notuðu þeir til skrauts, en tin var í þá
daga mjög nauðsynlegur málmur, því það var notað í
eirblending, sem menn gerðu úr vopn og verkfæri.
Fönikíumenn leyndu landafundum sínum, og því vita hinir
elztu fræðimenn Grikkja því nær ekkert um lönd og höf
fyrir vestan og norðan Njörvasund; Heródót nefnir að
eins Tineyjar, Kassiterides; svo óljós er hin fyrsta
hugmynd um Bretland.



[1] Strabó fæddist í Amaseia við Pontus um 63 árum f. Kr.,
for til Rómaborgar árið 29 f. Kr., og dó þar gamall, líklega á
dögum Tiberíusar keisara.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0016.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free