- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
5

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

marglyttum eðu öðrum líkum kvikíndum, af þvl að orðið hefir
þess konar merking hjá ýmsum fornum höfundum; sumir
ætla, að hann haft séð sjóinn vera að frjósa [1] o. s. frv.
Líklegast er hér verið að tala um einhvern hugsaðan
óskapnað náttúrunnar, sem menn til forna ætluðu að væri
á endimörkum jarðarinnar, þar sem allar höfuðskepnur
rugluðust saman. Seinna segir Strabó enn frá Thule
hér um bil á þessa leið:

«Pyþeas frá Massilíu segir, að það sé yzt í heiminum,
sem er í kringum Thule, sem er nyrzt af hinum
brezku löndum; þar er sumarhvarfbaugur hinn sami og
heimsskautsbaugur; hjá öðrum fæ eg ekki að vita, hvort
Thule er ey, eða hvort allt þangað er byggilegt, þar sem
sumarhvarfbaugur verður heimskautsbaugur; en eg ætla
að norðurtakmörk hinnar byggðu jarðar séu miklu
sunnar; þeir sem nú rannsaka, geta ekki til nefnt neitt
hinu megin við Ierne (Írland), sem liggr nærri Bretlandi
til norðurs, og segja, að þar séu alvilltir menn, er búa
illa sökum kulda; þar held eg því, að eigi að setja
takmörkin« [2].

»Miklu óglöggari er frásögnin um Thule — sökum
fjarlægðarinnar, því menn segja hún sé nyrzt af öllum
löndum, sem nefnd eru; að Pyþeas hafi sagt það ósatt, er
hann hefir sagt um Thule og aðra staði þar, er auðséð á
því, að hann segir flest ósatt um þá staði, sem kunnugir
eru, svo það er bert, eins og á undan er sagt, að hann
hefir skrökvað meira um það, sem fjarlægara er; en
hvað snertir stjörnufræði og tölvísi, þá mætti álíta, að
honum eigi hafi farizt óheppilega, þar sem hann segir, að


[1] S. Nilsson: Några Commentarier till Pytheas’ fragmenter
om Thule. (Physiographiska sallskapets tidskrift. Lund 1837—38 I.,
bls. 44—53). Til forna höfðu menn langt niður eptir öldum mjög
undarlegar hugmyndir um hið nyrzta haf á endimörkum jarðar og
kölluðu það mare pigrum, m. concretum, m. congelatum, m. coagulatum
o. fl., sbr. K. Müllenhof: Deutsche Altertumskunde.
Berlin 1870, I., bls. 410—426.

[2] Strabó, 2. bók, 5. kap. § 8.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free