- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
6

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

»þeir, sem nálægt kuldabeltinu búa, hafi sumpart alls enga
ræktaða ávexti né alidýr, sumpart líði þeir skort á þessu,
en að þeir lifi á hirse-korni og öðru kálmeti, ávöxtum og
rótum; þar fæst korn og hunang og úr því gjöra þeir
drykk, en kornið þreskja þeir í stórum húsum, þegar þeir
hafa fært kornöxin þangað, með því að þeir hafa ekki
bjarta sólskinsdaga, því láfagarðar verða þeim ónýtir
sökum sólarleysis og rigninga« [1].

Á þessari lýsingu er það auðséð, að ekki er átt við
Ísland heldur, eru það einhver norðlæg lönd, en þó
sunnar en Ísland, enda tekur Pyþeas það sjálfur fram að
Thule sé ein af hinum brezku eyjum, og mundi hann
varla hafa sagt það um jafn fjarlægt land eins og Ísland
er. Hirse-kornið, sem nefnt er, hefir líklega verið
hafrar, og hunang notuðu bæði Keltar og Germanir mjög
snemma til mjaðargerðar. Pyþeas hefir tekið eptir því,
hvernig alidýr og ræktaðir ávextir hverfa, eptir því sem
nær dregur kuldabeltinu. Öll lýsingin á einkarvel við
norðurhluta Skotlands og eyjarnar þar norður af;
kornyrkja hefir þar allt af verið örðug viðfangs, þar eru
sólskinsdagar fáir, sífelld þoka og rigning og hráslagalegt
loptslag.

Grískir landfræðingar höfðu framan af sára litla þekkingu
um norðurlönd; þekkingin jókst fyrst að nokkrum
mun eptir að Rómaríki var orðið voldugt og víðlent. Fyrir
daga Pyþeasar vissu grískir rithöfundar svo að segja
ekkert um vestur- og norðurströnd Európu, og þó hafði
þá mjög margt verið ritað um landafræði og sögu landanna
við Miðjarðarhafið. Herodót og aðrir af hinum elztu
rithöfundum vissu eins og fyrr var getið ekkert um
löndin fyrir utan og norðan Njörvasund, nema að þaðan kæmi
tin og raf, og Aristoteles og samtíða menn hans austur
á Grikklandi voru litlu fróðari. Eptir ferðir Pyþeasar er
það auðséð á mörgum fornritum, að þekkingin er orðin
töluvert meiri; nú þekkja menn Bretland og Írland og


[1] Strabó, 4. bók, 5. kap. § 5.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0020.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free