- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
10

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Tacitus er hinn eini, sem byggir frásögn sína á öðrum
grundvelli. Fjölda margir aðrir fornir rithöfundar nefna Thule
bæði í óbundinni ræðu og í kvæðum; Thule er hjá þeim
ekkert annað en hin norðlægustu endimörk jarðarinnar,
eða eitthvað ókunnugt, fjarlægt töfraland, yzt úti í
hafsauga, Hér á ekki við að telja upp alla þessa rithöfunda;
eg hefi hér að eins sett hinar eldri og merkari frásagnir
um Thule, til þess menn geti sjeð, hvað það er, sem lærðir
menn eru að deila um, þar sem um Thule er að ræða.
Þegar fram líða stundir, verða frásagnirnar um Thule enn
þá ruglingslegri. Af hinum seinni fornhöfundum segir
Prokopius einna mest frá Thule; hann segir að Thule sé
tíu sinnum stærri en Bretland og liggi miklu norðar;
hann segir og margt skringilegt frá íbúum þar og siðum
þeirra; hann segir, að þar búi 13 þjóðir og séu helztar
þeirra Skithifinoi og Gauthoi; lýsing hans sýnist helzt eiga
við Noreg eða Skandinavíu alla. [1] Prokopius var
nafnfrægur sagnaritari á 6. öld og hefir ritað um styrjaldirnar
við Vandali, Gotha o. fl.; hann var ættaður frá Cesarea
í Palestína.

Hinn fyrsti, sem segir, að Thule sé Ísland, er hinn
írski munkur Dicuilus, sem ritaði landafræðisbók sína um
825, og hafði hann hjá írskum klerkum fengið vitneskju
um stórt eyland í norðri, sem eptir lýsingu hans
auðsjáanlega er Ísland. Dicuilus kallar eyju þessa Thule,
af því hann hefir haft fyrir sjer frásagnir Solinusar og
annara fornra höfunda. Frá því Ísland byggðist, er
það algengt fram eptir öldum, að það er kallað Thule,
þó einstöku menn telji Thule annarstaðar, eins og t. d.
Henricus Huntendunensis, sem segir, að Thule sé yzt af
Orkneyjum. [2] Eptir að Ísland byggðist af Norðmönnum,


[1] De bello Gothico, lib. II., kap. 15.
[2] Henricus Huntendunensis var fæddur í lok 11. aldar og
lifði fram yfir miðja 12. öld; hann telur eyjar kring um Bretland og
segir svo: »Habet autem a septentrione, unde oceano infinito patet,
Orcades insulas novem, de quarum ultima Thule dictum est«: »tibi
serviat ultima Thule«. Monumenta historica Britannica 1848, fol., I,
bls. 691.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free