- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
11

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

trúðu Íslendingar sjálfir, að Ísland værí land það, sem
fornir höfundar kalla Thule; þess vegna stendur í byrjuninni
á Landnámu: »Í aldafarsbók þeirri, er Beda prestr
heilagr gerði, er getið eylands þess, er Tíli heitir, ok á
bókum er sagt, at liggi VI dægra sigling í norðr frá
Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetr, ok eigi nótt
á sumur, þá er dagr er sem lengstr. Til þess ætla vitrir
menn þat haft, at Ísland sé Tíli kallat, at þat er víða á
landinu, er sól skín um nætr, þá er dagr er sem lengstr,
en þat er víða um daga, er sól sér eigi, þá er nótt er
sem lengst. En Beda prestr andaðist dccxxxv árum eptir
holdgan dróttins vors, at því er ritat er, ok meir en
hundraði ára fyrr en Ísland byggðist af Noregi«.
Höfundurinn að þessum kafla Landnámu hefir líklega ekki
þekkt neinn annan höfund, er ritar um Thule, heldur en
Beda prest, en Beda prestur tekur orðrétta kafla úr
Solinusi og Pliniusi. Hinir seinni grísk-rómversku
rithötundar og elztu landfræðingar miðaldanna, eins og t. d.
Dionysios Perigetes, Orosius, Isidorus Hispalensis, Priscianus,
Gregorius Turonensis o. fl. taka orðrétt kaflana um Thule
úr fornritunum og bæta engu nýju við; þó Thule sé mjög
viða nefnd, er þó lítið eða ekkert að græða á því, sem
um hana hefir verið ritað á miðöldunum.

Adam frá Bremen, sem var uppi á elleftu öld, talar
um Thule og lýsir henni líkt og Solinus, en ber þó Beda
prest fyrir frásögninni. Adam þessi þekkti töluvert til
Íslands, sem síðar mun verða frásagt, og hann bætir því
við: »þessi ey Thule er nú kölluð Ísland«; svo gerir nú
hver höfundur fram af öðrum, að kalla Ísland Thule, og
er óþarfi að nafngreina þá, enda eru þeir mjög margir.
Það er auðséð að lærðir menn hafa fegins hendi gripið
Ísland, þegar það var orðið kunnugt, til þess að geta
smellt á það Thule-nafninu, sem þeir voru í vandræðum
með, og fram eptir öllu eru nú frásagnir hinna fornu
höfunda lítið rannsakaðar; fæstum dettur í hug að efast
um að Ísland sé Thule. Amgrímur Jónsson lærði verður
einna fyrstur til að sanna, að lýsingar hinna fornu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0025.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free