- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
14

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

neitt samband við landið á þeim tíma, sem tílfærður er.
Arthúr konungr, höfðingi Sílúra á Bretlandi, er nafnfræg
hetja í gömlum riddarasögum og rímum; þó hafa margir
efazt um, hvort hann hefir nokkurn tíma verið til; hann
á að hafa dáið úr sárum árið 542 e. Kr. I gömlum enskum
bókum er opt talað um orrustur hans og sigurvinninga;
þar er sagt að hann hafi lagt undir sig Norðurlönd
og eyjar margar, og er þar talið Ísland og Grænland.
Galfried af Monmouth segir fyrstur nokkuð til muna um
Arthúr konung og samkvæmar ritum hans eru frásagnirnar
í Bretasögum. Þegar Arthúr konungr hafði barið á
Söxum og lagt undir sig England og Skotland, er mælt
hann hafi farið herferð til Írlands, og siðan lagt undir sig
Orkneyjar og Hjaltland og Suðureyjar, og síðan Danmörk,
Noreg, Færeyjar og Gotland, og lagði svo skatt á
öll þessi lönd. Síðan lagði Arthúr undir sig Frakkland,
og líkaði Rómverjum það stórilla og sögðu honum stríð á
hendur; bauð hann út miklu liði og voru með honum
margir kappar og konungar úr skattlöndum hans; meðal
þeirra er talinn »Malvasíus Tíle-konungr (þat heitir nú
Ísland)«. Einn af konungum þeim, sem komu á eptir
Arthúr, Malgó að nafni, »lagði undir sig allt Bretland ok
Skotland, Írland, Ísland, Orkneyjar, Danmörk ok Gotland,
ok voru þessi lönd öll honum skattgild, en karlmenn
þýddust hann en eigi konur ok því varð guð honum
reiðr«. [1] Það sér hver maður, að frásagnir þessar eru
eintómar ýkjur, tilbúnar löngu eptir þann tíma, sem um
er rætt, og verður því ekkert á þeim byggt. Þess er og
getið i gömlum bókum, að Kentigern biskup í Glasgow,
sem var uppi á 6. öld, hafi sent kristniboða til Orkneyja,
Noregs og Íslands; en þetta er jafn ótrúlegt eins og fleira,
sem sagt er um þenna biskup. Sögurnar um Sunnifu
hina helgu, að hún hafi farið frá Ìslandi til Noregs til


[1] Bretasögur í Annaler for nordisk Oldkyndighed 1849. bls. 94,
104, 126.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free