- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
15

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

þess að boða þar kristni á 4. öld, hafa einnig við jafnlítið
að styðjast. [1]

Í fjölda mörgurn fornkvæðum og rímum er getið um
Ísland og Íslendinga, án þess að nokkur fótur sé fyrir
þvi, og eru slíkt ekki annað en skáldaykjur, enda tóku
rímnaskáldin fram á vora daga það ekki nærri sér, þó
landaskipunin væri eigi sem réttust. Í »Rosmers«-kvæði
er t. d. sagt frá því, að Íslands konungur byggir skip;
Rosmer stígur í haf ok lætur alla konungsmenn sökkva
til botns og drukkna nema Alvar konungsson; hann kemst
af og í hús risans til Hellelille. Hann er þar í 8 ár; þá
er Hellelille með barni hans. [2] Í öðru kvæði er sagt frá
því að Burmand risi fréttir, að Íslands konungr eigi fagra
dóttur og biður hennar sér til handa og vill hafa hálft
rikið í heimanmund; Gloríant dóttir konungs er lofuð
Karli keisara og vill ekki þýðast risann og biður Olgeir
danska að hjálpa sér; hann fer á móti Burmand risa og
leggur hann að velli. [3] Í færeysku fornkvæði er Friðfróði
látinn sigla til Íslands, og þorir þá Íslands konungur ekki
annað en bjóða honum skatt til friðar sér o. s. frv.
Margs konar aðrar ýkjur um Ísland má finna hér og hvar
i gömlum útlendum riddarasögum, rímum og kvæðum, og
yrði hér oflangt að eltast við slíkt; þó Ísland sé
sumstaðar í þess konar sögum sett í samband við viðburði, sem
gerðust löngu áður en landið fannst, þá er það þó
þýðingarlaust; því kvæðin og sögurnar eru löngu seinna
tilorðnar.

Nokkur ágreiningur um fund Íslands hefir fyrrum
orðið meðal fræðimanna út úr nokkrum gömlum páfabréfum.
Þegar erkibiskupsstóll var stofnaður i Hamborg
835, þá er Ísland nefnt í páfabréfinu og hafa sumir af


[1] K. Maurer: Die Bekehrung des norwegischen Stammes zum
Christenthume. München 1855. I, bls. 8—9.
[2] Svend Grundtvig: Danmarks gamle Folkeviser. II, bls.
72—88.
[3] S. st. I, bls. 391—96. Þar er víðar getið um Ísland, t. d. I.
bls. 160, 369, 380, o. s. frv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0029.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free