- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
16

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

því viljað ráða, að Island hafi verið albyggt og kristið,
áður en Norðraenn námu þar land; en hér liggur í augum
uppi, að eitthvað hlýtur að vera ranghermt, því landið
er nefnt því nafni, er það síðar fékk (Ísland); það er því
víst engum efa bundið, að nöfnunum Ísland og Grænland
hefir síðar verið skotið inn í páfabréfið, og öll líkindi til,
að Brima-biskupar hafi gert það, eptir að Ísland varð
kristið, til þess að geta talið þetta land sem önnur
norræn lönd undir biskupsstólinn. Halda sumir Aðalbert
erkibiskup (1043—1072), er vígði Ísleif Gissurarson til
biskups, hafi skotið nöfnunum inn í bréfið og ef til vill í
4 önnur brjef, sem seinna voru útgefin. Seinna spunnust
ýmsar sagnir út af þessu, og í munkaritum og kvæðum
er Anskar hinum helga talið það til gildis, að hann
hafi kristnað öll Norðurlönd og þar með líka Ísland og
Grænland. [1] Pontanus studdist við þessi páfabréf í
ritdeilu sinni móti Arngrími lærða, en Arngrímur áleit, að
bréfin mundu vera fölsuð, og á sama máli hafa flestir
hinir merkari fræðimenn verið, t. d. K. Maurer, Finnur
biskup Jónsson [2] og Jón Sigurðsson. Sumir hafa haldið,
að nöfnin í frumritinu hafi mislesizt og ritararnir hafi
aflagað önnur nöfn og gert úr þeim Ísland og Grænland. [3]
Hinn alkunni stjórnmálagarpur Gladstone hefir allmikið
fengizt við fornfræði og í ritum um Homer hefir hann
komizt að þeirri skoplegu niðurstöðu, að Ísland sé eyjan
Ogygia, þar sem Oddyssevs dvaldi hjá Kalypso. [4]

*



[1] Íslenzkt fornbréfasafn I, bls. 1—44. R. Burton: Ultima
Thule I, bls. 79-87.

[2] Historia ecclesiastica Islandiæ I, bls. 219—20. K. Maurer:
Bekehrung etc. I, bls. 23—24.
[3] I. R. Forster: Geschichte der Entdeckungen und Schiffahrten
im Norden. Frankfurt an der Oder 1784, bls. 109—110.
[4] Sbr. Ólafur Davíðsson: Ísland og Íslendingar. Tímarit bókmf.
1887, bls. 107.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0030.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free