- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
18

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

um þessa stuttu stund er miðnætti á jörðunni miðri, það
er því ætlun mín, að sólin sjáist aptur á móti um skemmstan
tíma í Thule um vetrarsólstöður eða nokkrum dögum
undan og eptir, en þá er miðdegi á miðri jörðunni. Þeim
hefir skjátlazt, er skrifað hafa, að sjór væri frosinn
kringum eyna og að einlægur dagur án nætur væri frá
vorjafndægrum til haustjafndægra og aptur á móti
samanhangandi nótt frá haustjafndægrum til vorjafndægra, því
klerkar þessir komu þangað sjóleið um þann tíma, þegar
mikill kuldi er vanur að vera og dvöldu þar, og voru þá
ávalit dagar og nætur á víxl nema ura sólstöðurnar, en
þegar þeir sigldu þaðan norður á við eina dagleið, hittu
þeir frosinn sjó«. [1] Því næst segir Dicuilus frá eyjaklasa,
sem liggur tveggja daga sigling fyrir norðan Bretland og
eru það líklega Færeyjar. Eyjar þessar eru allar litlar
segir hann, og þröng sund á milli, og hafa þar búið í
nærri hundrað ár einsetumenn frá Skotlandi, en þeir hafa
orðið að flýja fyrir norskum vikingum, [2] segir hann að þar
sé ótölulegur grúi af sauðfé og alls konar sjófuglum. Af
frásögn Dicuils er það auðséð að einsetumenn írskir hafa
fundið Ísland líklega einhvern tíma á 8. öld, úr því Dicuilus
hefir talað við klerka, sem þar höfðu verið um árið
795. Á Írlandi og Skotlandi hefir ekki verið friðsamt í
þá daga þegar vikingahóparnir austan um haf alltaf voru
að gera strandhögg, brenndu borgir og þorp, kirkjur og
klaustur, drápu fólkið og rændu fénu; guðhræddir einsetumenn
urðu að leita lengra og lengra burtu til þess að
geta verið í friði.

Í latnesku riti um sögu Noregs, sem ritað hefir verið




[1] Dicvilus. Liber de mensura orbis terræ. Berolini 1870, bls.
41—43.
[2] Hammershaimb segir, að í fjöllunum við Hvalbö séu margir
hellar og gjótur; þar duldust Færeyingar á fyrri tímum fyrir
árásum víkinga, og hengdu svart vaðmál fyrir hellismunnana; þar
eru líka sagnir um, að frumbyggjar Færeyja hafi dulizt í hellum
þessum, þegar Norðmenn námu þar land, og dáið þar út. Antiqvarisk
Tidskrift 1846-48, bls. 261.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0032.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free