- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
28

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

skyldi um Harald Gormsson Dana konung níðvísu fyrir
nef hvert á landinu; það eru víst einsdæmi, að slíkt hafi
verið í lög tekið. Haraldur Gormsson safnaði þá liði og
ætlaði að sigla til Íslands, til þess að hefna níðsins, en
ekki varð af leiðangri þessum, og er það víst sönnust
sögn um það, að kunnugir menn löttu hann fararinnar,
og kváðu, eins og satt var, hafið ófært langskipum, »ok
er Haraldr konungr varð þessa var, þá þóttist hann skilja,
at þetta var hin mesta ófæra, ok ekki mátti þessu til
leiðar koma«. [1] Þjóðsagan segir, að konungr hafi sent
fjölkunnugan mann til Íslands, og fór hann í hvalslíki
kring um landið. En er hann kom til landsins, þá fór
hann vestur fyrir norðan landið; hann sá, að fjöll öll og
hólar voru fullir af landvættum, stórum og smáum; en er
hann ætlaði að ganga á land í Vopnafirði, þá fór ofan úr
dalnum dreki mikill, og með honum ormar margir, pöddur
og eðlur, og blésu eitri á hann; varð hann þar að
snúa frá, og ætlaði síðan inn á Eyjafjörð, en þar kom á
móti honum fugl svo míkill, að vængirnir tóku út fjöllin
tveggja vegna, og fylgdu honum fjölda margir aðrir fuglar
stórir og smáir; fór hann síðan vestur um land; en á
Breiðafirði kom á móti honum griðungur mikill, og óð á
sæinn út, og tók að gella ógurlega; fjöldi landvætta fylgdi
honum; þaðan fór hann brott og suður fyrir Reykjanes,
og ætlaði að ganga upp á Vikarskeiði, en þar kom á
móti honum bergrisi og hafði járnstaf i hendi, og bar
höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með
honum. Síðan fór hann austur með öllu landi, og sá þar
ekkert nema sanda og öræfi og brim mikið fyrir utan,
sneri hann þá við svobúið heim til Danmerkur og sagði
konungi frá ferðum sínum. [2]

Strendur landsins byggðust fyrst, en smátt og smátt
færðist byggðin upp eptir landinu upp til dala; öræfi og


[1] Knytlingasaga kap. 3. Fornmannasögur XI., bls. 181—182.
Árið 1288 er þess þó getið, að langskip hafi komið til Íslands.
Íslenzkir annálar. Kristiania 1888, bls. 196.

[2] Heimskringla. Útg. G. Schönings I., bls. 227—29.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0042.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free