- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
33

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

upp undir fjallið, er nú heitir Arnarfell, og týndi sér þar
sjálfur. [1] Það hlýtur að hafa verið nokkru eptir að
ferðir hófust um Kjöl, að Þorgeir hinn hvinverski hafði
vetrarsetu á Hvinverjadal með 30 manns; Haraldur konungur
hárfagri sendi hann til Íslands, til þess að drepa
Ásgrim Öndóttsson; en það tókst þó ekki; Ásgrímur gat
með brögðum komizt undan. [2] Það er auðséð á
frásögnunum i Landnámu, að ferðir hafa þá verið alltíðar norður
yfir Kjöl. [3] Á Sturlungaöld var Kjalvegur opt farinn
og það um hávetur, og var það opt mjög örðugt, sem
nærri má geta; einkum er þess getið, hve miklar mannraunir
þeir urðu að þola á Kjalvegi Oddur Þórarinsson
og Þórir tottur; þeir riðu fimmta dag jóla norður á fjall
með 30 manna og hrepptu mestu ófærð og illviðri, dóu
sumir, en mestallt liðið komst þó i Hvinverjadal og hefir
þá líklega verið þar sæluhús. Tíunda dag jóla komust
þeir ofan i Svartárdal og voru þá mjög dasaðir og
þrekaðir af kulda. [4] Það er sagt um Árna biskup Ólafsson
hinn milda († 1430), að hann hafi riðið á dag frá
Skálholti á hjarni um vetur norður Kjöl að Hólum í
Hjaltadal; var hann úm morguninn í Skálholti við óttusöng,
en kom til Hóla fyrir aptansöng, þá hringt var til Salve
Regina. [5]

Stórisandur var þegar farinn í fornöld; þar fór


[1] Landnáma III. kap. 6., 7. og 8., bls. 190—191, 194-195.
[2] Landnáma III. kap. 15., bls. 217—218.
[3] Guðbrandur Vigfúsaon segir (Safn I., bls. 253—55), að
Eiríkur í Goðdölum muni sem aðrir landnámsmenn í Skagafirði hafa
komið seint út bhingað (910—920), en annarstaðar (Safn I., bls. 258)
telur hann, að þeir Öndóttssynir hafi setzt að í Eyjafirði 900—902;
þetta getur varla samrýmzt hvað við annað, úr því Eiríkur í
Goðdölum var einn af þeim hinum fyrstu, sem lét rannsaka Kjalveg,
áður en ferðir hófust þar milli fjórðunga, en Ásgrímur kom út á
Eyrum og reið norður Kjöl, sem þá var alfaravegur.
[4] Sturlunga saga. Oxford 1878. II., bls. 187. Sbr. Sturlunga I.,
bls. 166, 362, 367, 393, II., bls. 16, 79, 248 og víðar. Grettis saga,
Kmh. 1859. kap. 54., bls. 123. Biskupasögur II., bls. 32, o. s. frv.

[5] Árbækur Espólíns II., bls. 14.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free